Almennt um kerfið
tveir menn rmæla rennsli úr bát

Rennslismælingar

Þar sem ógerlegt er að mæla rennsli vatnsfalla samfellt er stuðst við óbeinar mælingar. Breytingar á vatnshæð eru notaðar til að meta rennsli á hverjum tíma. Samband rennslis og vatnshæðar, svokallaður rennslislykill er fundin með því að mæla rennsli árinnar við mismunandi vatnshæð. Þótt lykillinn sé þannig fundinn þarf áfram að mæla rennsli reglulega til þess að fylgjast með hvort breyting á ráðandi þversniði árinnar hafi sett þetta samband úr skorðum.

Gerð rennslislykla

Þar sem mat á rennsli vatnsfalla er afleidd stærð af sískráningu vatnshæðar og stakra rennslismælinga hafa lengi verið þróaðar líkingar, „rennslislyklar“ til að meta það tölfræðilega samband. Á stundum hafa gæði einstakra mælinga verið grunduð á huglægu mati frekar en tölfræði. Á síðustu árum hefur hinsvegar farið fram heildstæð úttekt á rennslismælinga- og lyklasafni Vatnamælinga. Aðferðin sem beitt er og kennd er við Bayes, gerir það kleift að meta bæði gæði gagna og óvissu í afleiddum stærðum út frá náttúrulegri dreifni gagnasafnsins. Öllum mælingum er þannig treyst á þeim grundvelli að ekkert í framkvæmd þeirra eða umhverfisaðstæðum bendi til annars en að þær séu í lagi. Líkanið gerir það síðan kleift að flokka frá þær mælingar sem þarfnast nánari skoðunar við. Aðferðin hefur jafnframt dregið til muna úr þeirri þörf að rennslislyklar þurfi tvær eða fleiri líkingar svo tölfræðilegt samband sé nógu gott.

Straumlíkön (HEC-RAS) af farvegum við vatnshæðarmæla

Á undanförnum árum hafa farvegir við vatnshæðarmæla verið mældir upp til líkangerðar til að bæta mat á flóðum þar sem erfitt er að ná háum rennslismælingum. Byrjað var á Vestfjarðaám 2005 og síðan hafa ár víðar um land bæst við. Mælingarnar ganga þannig fyrir sig að fyrst er farvegur, þar sem vænta má að vatn flæmist um í flóðum, mældur upp með GPS-landmælingatækjum. Síðan eru bakkar og vatnsborð mæld og sá hluti farvegarins sem er undir vatni dýptarmældur með straumsjá. Þá er lagt mat á hrýfi farvegarins og farvegurinn er ljósmyndaður svo hægt sé að ákvarða síðar önnur jaðarskilyrði. Úr þrívíðu landlíkani sem þannig verður til er síðan dreginn út nauðsynlegur fjöldi þversniða sem inntaksgögn í straumlíkanið.

Straumlíkönin bæta til muna aðferðafræði og nákvæmni við gerð rennslislykla og gera það að verkum að í mörgum tilfellum er hægt að framlengja lykla langt upp fyrir það sem getur talist hagkvæmt og raunhæft með rennslismælingum. Slík framlenging rennslislykla bætir alla flóðagreiningu, þ.e. mat á stærstu flóðum og útreikninga á endurkomu þeirra.


Rennslismælingar

tveir menn rmæla rennsli úr bát
Rennslismæling í Hvítá við útfall Hvítárvatns, 2006.

Þar sem ógerlegt er að mæla rennsli vatnsfalla samfellt er stuðst við óbeinar mælingar. Breytingar á vatnshæð eru notaðar til að meta rennsli á hverjum tíma. Samband rennslis og vatnshæðar, svokallaður rennslislykill er fundin með því að mæla rennsli árinnar við mismunandi vatnshæð. Þótt lykillinn sé þannig fundinn þarf áfram að mæla rennsli reglulega til þess að fylgjast með hvort breyting á ráðandi þversniði árinnar hafi sett þetta samband úr skorðum.

Gerð rennslislykla

Þar sem mat á rennsli vatnsfalla er afleidd stærð af sískráningu vatnshæðar og stakra rennslismælinga hafa lengi verið þróaðar líkingar, „rennslislyklar“ til að meta það tölfræðilega samband. Á stundum hafa gæði einstakra mælinga verið grunduð á huglægu mati frekar en tölfræði. Á síðustu árum hefur hinsvegar farið fram heildstæð úttekt á rennslismælinga- og lyklasafni Vatnamælinga. Aðferðin sem beitt er og kennd er við Bayes, gerir það kleift að meta bæði gæði gagna og óvissu í afleiddum stærðum út frá náttúrulegri dreifni gagnasafnsins. Öllum mælingum er þannig treyst á þeim grundvelli að ekkert í framkvæmd þeirra eða umhverfisaðstæðum bendi til annars en að þær séu í lagi. Líkanið gerir það síðan kleift að flokka frá þær mælingar sem þarfnast nánari skoðunar við. Aðferðin hefur jafnframt dregið til muna úr þeirri þörf að rennslislyklar þurfi tvær eða fleiri líkingar svo tölfræðilegt samband sé nógu gott.

Straumlíkön (HEC-RAS) af farvegum við vatnshæðarmæla

Á undanförnum árum hafa farvegir við vatnshæðarmæla verið mældir upp til líkangerðar til að bæta mat á flóðum þar sem erfitt er að ná háum rennslismælingum. Byrjað var á Vestfjarðaám 2005 og síðan hafa ár víðar um land bæst við. Mælingarnar ganga þannig fyrir sig að fyrst er farvegur, þar sem vænta má að vatn flæmist um í flóðum, mældur upp með GPS-landmælingatækjum. Síðan eru bakkar og vatnsborð mæld og sá hluti farvegarins sem er undir vatni dýptarmældur með straumsjá. Þá er lagt mat á hrýfi farvegarins og farvegurinn er ljósmyndaður svo hægt sé að ákvarða síðar önnur jaðarskilyrði. Úr þrívíðu landlíkani sem þannig verður til er síðan dreginn út nauðsynlegur fjöldi þversniða sem inntaksgögn í straumlíkanið.

Straumlíkönin bæta til muna aðferðafræði og nákvæmni við gerð rennslislykla og gera það að verkum að í mörgum tilfellum er hægt að framlengja lykla langt upp fyrir það sem getur talist hagkvæmt og raunhæft með rennslismælingum. Slík framlenging rennslislykla bætir alla flóðagreiningu, þ.e. mat á stærstu flóðum og útreikninga á endurkomu þeirra.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica