Íslensk eldfjöll
Kort með vatnshæðarmælum, gert 2012.
1 2
fyrri

Vatnshæðarmælakerfið

Megintilgangurinn með rekstri mælakerfisins er öflun grundvallarupplýsinga og þekkingar á vatnafari landsins. Samtímavöktun og miðlun upplýsinga hefur síaukið vægi og flestir mælar kerfisins skila gögnum til stjórnstöðvar Veðurstofu Íslands að minnsta kosti einu sinni á dag. Í landskerfinu eru tæplega 200 mælistöðvar. Á flestum stöðum er aflað upplýsinga um rennsli en á öðrum stöðum er mæld vatnshæð og grunnvatnsstaða. Nokkrar stöðvar eru jafnframt búnar til mælinga á öðrum umhverfisþáttum. Stærsti hluti kerfisins er í dag rekinn fyrir iðnaðarráðuneytið og Orkustofnun. Einnig eru í gildi samningar við öll stærstu orkufyrirtæki landsins, Vegagerðina, stofnanir Reykjavíkurborgar og fleiri.

Skipulagðar vatnshæðarmælingar hafa verið stundaðar frá því um aldamótin 1900, fyrst með kvarðaálestri en síðar með samfelldri skráningu sírita. Nú eru nær allar stöðvar búnar stafrænu skráningartæki og þrýstiskynjara. Í hverri mælistöð er skráningartæki, þrýstiskynjari til að mæla vatnshæð og rafleiðni og hitaskynjari. Stöðvarnar eru knúnar orku frá sólarrafhlöðum. Einnig er í stöðvunum sími og mótald til gagnaflutnings. Ef leiðni eða vatnshæð fara yfir fyrirfram ákveðin mörk hringir mælirinn í vaktsíma Veðurstofu Íslands.

Hægt er að skoða upplýsingar frá mælistöðvunum með því að tengjast gagnaþjóni Veðurstofu Íslands. ATH. gögnin berast frá sjálfvirku mælakerfi og eru óyfirfarin.
Veðurstofan tekur ekki ábyrgð á notkun þessara gagna.

Vöktunarkerfið

Íslandskort 2012 með vatnshæðarmælum í betri upplausn (pdf 0,75 Mb)





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica