Leiðbeiningar

Leiðbeiningar

Mælt er með að tilvonandi raforkubændur kynni sér Leiðbeiningar um mælingar á vatnsrennsli í smáám og lækjum (pdf 4,5 Mb). Tilgangur ritsins er að aðstoða raforkubændur við að afla gagna um rennsli. Í því er lýst nokkrum einföldum aðferðum til að mæla rennsli í smáum vatnsföllum á ódýran hátt og á í flestum tilvikum að vera hægt að ráða við uppsetningu og mælingu. Jafnframt er í ritinu leiðsögn um útreikninga á niðurstöðum.

Rennsli má reikna út frá vatnshæð með því að vista meðfylgjandi töflureikniskjal (excel) og færa upplýsingar um mælingar inn í bláu reitina í skjalinu. Bent er á að hentugar skráningarbækur til að skrá vatnshæð við mælistíflur fást endurgjaldslaust hjá Veðurstofunni, sem einnig getur útvegað hentugar mæliplötur til uppsetningar á vatnshæðarkvörðum.

Meðfylgjandi leiðbeiningar teljast vera útgáfa 1.4. Veðurstofan óskar eftir athugasemdum notenda fyrir næstu útgáfu. Gefinn hefur verið út prentaður bæklingur og geisladiskur með þessum sömu leiðbeiningunum, ætlaður þeim sem ekki eru nettengdir. Um frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband á netfangið vedur.vedur.is eða bréflega til Veðurstofu Íslands, Bústaðarvegi 9, 108 Reykjavík.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica