Almennt
Um almennan undirbúning smávirkjana má lesa í bæklingi sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2010: Litlar vatnsaflsvirkjanir, kynning og leiðbeiningar um undirbúning, 2. útgáfa (pdf 9,5 Mb).
Þar er kynnt uppbygging smárra vatnsaflsvirkjana og farið yfir lausnir m.t.t. til staðhátta og stærðar. Leiðbeint er um hvernig hægt sé, á grundvelli fyrstu upplýsinga um rennsli og fall, að gera sér hugmynd um stærð virkjunar og tilhögun með hliðsjón af staðháttum. Lýst er helsta vélbúnaði og við hvaða aðstæður mismunandi vélagerðir henta. Farið er yfir helstu grundvallarlögmál rafmagnsfræðinnar og mikilvægi þess að vanda val á rafbúnaði. Þá er fjallað um tengingu við raforkukerfið og viðskipti með raforku. Loks eru kaflar með tilbúnum sýnidæmum um stofn- og rekstraráætlanir og leiðbeiningar um framkvæmdaáætlun.
Skoða má eldri útgáfu leiðbeininganna (pdf 1,1 Mb) frá 2003.