Greinar
Vatns- og aurflóð á Siglufirði 2015
Viðbrögð Veðurstofu þegar spáð er miklu vatnsveðri
Mikið tjón varð á Siglufirði þegar Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og ræsi höfðu ekki undan í miklu vatnsveðri 26. - 28. ágúst 2015. Aurborið vatn barst um götur bæjarins. Hér fylgja skjöl sem lýsa vöktuninni og viðbrögðum á vatna- og ofanflóðavakt, bæði meðan á þessu stóð og dagana á undan. Nánari lýsingu má lesa í frétt um þennan atburð.
Siglufjörður
Siglufjörður. Hvanneyrarskál er í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Ljósmyndin er fengin af vefnum Örnefni í Sigluneshreppi, skráð af Helga Guðmundssyni.
Hvanneyrarskál
Hvanneyrarskál fyrir ofan Siglufjörð er um það bil 2 ferkílómetrar að stærð. Örvarnar sýna rennslisstefnu vatns. Fengið af vef Loftmynda ehf.
Loftmynd af bænum
Siglufjörður. Hvanneyrará rennur undir bæinn í ræsum sem merkt eru inn á myndina. Fengið af vef Loftmynda ehf.
Ástæður skyndiflóða
Skematísk mynd ásamt línuriti sem sýnir ástæður skyndiflóða (flash floods). Takið eftir muninum á vatnasviðum A og B en hið síðarnefnda veldur miklu frekar skyndiflóðum. Vatnasvið Hvanneyrarárinnar við Siglufjörð er einmitt af þeirri lögun. Fengið af veraldarvefnum.
Afrennslisspá
Afrennslisspá gerð á hádegi miðvikudaginn 26. ágúst 2015 sem gildir tvo sólarhringa fram í tímann eða 28. ágúst kl. 12. Kortið er úr Harmonie líkaninu og sýnir spá fyrir uppsafnað afrennsli (mm), þ.e. fljótandi úrkomu og leysingu (snjó/ís).
Athugasemdir á vedur.is
Fyrstu athugasemdir um vatnavá voru birtar á vefnum miðvikudaginn 26. ágúst 2015 kl. 15:47.
Flóða- og skriðuviðvörun
Flóða- og skriðuviðvörun gefin út miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16:42.
Um flóðahættu
Í sjónvarpsfréttum RÚV, miðvikudagskvöldið 26. ágúst 2015, var fjallað um flóðahættu og sýnt kort af uppsöfnuðu afrennsli (spá). Veðurfræðingur var Elín Björk Jónasdóttir.
Úrkoma þann sólarhring
Kort sem sýnir sólarhringsúrkomu á landinu 27. ágúst kl. 9 að morgni.
Úrkoman næsta sólarhring
Kort sem sýnir sólarhringsúrkomuna á Íslandi 28. ágúst kl. 9 að morgni. Úrkomuákefðin er áberandi mest á Sauðanesvita, 114,7 mm á nýliðnum sólarhring.
Sjálfvirkar úrkomumælingar
Siglufjörður og Ólafsfjörður: Sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar mæla uppsafnaða úrkomu. Línuritin sýna greinilega hækkun sem hefst 26. og varir út 28. ágúst 2015 á báðum stöðvum.
Um mikla úrkomu á Norðurlandi
Í sjónvarpsfréttum RÚV, fimmtudagskvöldið 27. ágúst 2015, var fjallað um mikla úrkomu á Norðurlandi. Veðurfræðingur var Hrafn Guðmundsson.
Um mikla úrkomu á Siglufirði
Í sjónvarpsfréttum RÚV, föstudagskvöldið 28. ágúst 2015, var fjallað um mikla úrkomu á Siglufirði. Veðurfræðingur var Hrafn Guðmundsson.
Hvanneyrará á góðum degi
Hvanneyrará fyrir ofan Siglufjörð í september 2013 (Google Street View).
Hvanneyrará í ham
Hvanneyrará í vatnavöxtum hinn 28. ágúst 2015. Ljósmynd (af Facebook): Óskar Örn Pétursson.
Hvanneyrará á góðum degi
Hvanneyrará við Siglufjörð í september 2013 (Google Street View).
Hvanneyrará í ham
Hvanneyrará í miklum vexti 28. ágúst 2015. Ljósmynd (af Facebook): Óskar Örn Pétursson.
Siglufjörður á góðum degi
Götur bæjarins á venjulegum degi. Siglufjörður í september 2013 (Google Street View).
Flóð eftir götum bæjarins
Vatn úr Hvanneyrará flæðir eftir götum bæjarins 28. ágúst 2015. Ljósmynd (af Facebook): Þórir Kristinn Þórisson.
Þau duga á góðum degi
Hvanneyrará við venjulegar aðstæður í september 2013 (Google Street View). Áin streymir niður hlíðina og á greiða leið undir vegina í göturæsum. En það er ljóst að ræsi sem þetta yfirfyllist fljótlega þegar vatnshæð hækkar hratt.