Greinar

Lokunarsvæðið umhverfis Holuhraun

Enn hugsanlegt flóð undan norðanverðum Vatnajökli

23.10.2014

Tilkynnt var af ríkislögreglustjóra 16. mars 2015 (pdf 0,7 Mb) að lokaða svæðið hefði verið minnkað. Gert var kort af mögulegri flóðahættu, sjá næstu málsgrein hér undir.

""

Nýja lokunarsvæðið nær 20 m út frá norðurjaðri nýja hraunsins, að Dyngjujökli í suðri, að farvegi Jökulsár á Fjöllum í austri og að vestustu kvíslum Jökulsár á Fjöllum í vestri (stækkanlegt kort). Ríkislögreglustjórinn, almannavarnadeild.

Bráðabirgðamat hugsanlegs flóðs

Veðurstofan hefur gert bráðabirgðamat á hugsanlegu flóði í Jökulsá á Fjöllum. Kortið hér undir sýnir flóðaferðatíma í mínútum (stækkanlegt) og viðmiðunarstaðir eru litakóðuð hringlaga tákn:

Rautt tákn er í hálftíma fjarlægð frá upptökunum, appelsínugult í klukkutíma fjarlægð, dökkgult í eins og hálfs tíma fjarlægð, skærgult í tveggja klukkustunda fjarlægð, ljósgrænt í tveggja og hálfs tíma fjarlægð, grænt í þriggja tíma fjarlægð og dökkgrænt í þriggja og hálfs tíma fjarlægð frá upptökunum.

Fjallað var um hættu á jökulhlaupi í Jökulsá á Fjöllum í frétt í ágúst strax og jarðhræringarnar hófust.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Viðlagatrygging Íslands sendu frá sér skýrslu í október um áhrif flóða í kjölfar eldgosa í Báðarbungu. Ofangreint bráðabirgðamat var notað til að endurskilgreina lokuð svæði 17. október 2014, sjá frétt á vef Almannavarna um Bárðarbungu. Lokunarsvæðið var endurskilgreint 13. febrúar 2015 en það hefur ekki áhrif á ofangreint mat á flóðahættu.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica