Líkangerð af farvegum

Líkangerð af farvegum

Vegna verkefna sem Vatnamælingum, nú Veðurstofu Íslands, var falið í tengslum við kortlagningu flóða í desember 2006 var ráðist í umfangsmikla líkangerð af öllu flóðasvæði Hvítár/Ölfusár. Nákvæm loftmyndataka fór fram síðasta sumar og er verið að útbúa landlíkan í mikilli upplausn allt frá Iðu og niður fyrir Selfoss. Þá var byrjað að mæla upp bakka og árfarvegi og jafnframt hafa nýir vatnshæðarmælar verið settir upp á nokkrum lykilstöðum.

Til flóðalíkangerðar festu Vatnamælingar svo kaup á einum öflugasta hugbúnaðarpakkanum á markaðinum til þeirra verka, Mike Flood frá DHI í Danmörku. Með þeim hugbúnaði er hægt að vinna bæði einvíð og tvívíð líkön af flóðasvæðinu og fá mun nákvæmari niðurstöður en áður hefur verið hægt. Sem dæmi um niðurstöður má fá staðbundinn straumhraða og straumstefnu sem fall af tíma, en áður var einungis hægt að reikna meðaltöl fyrir ákveðin þversnið. Hættumat vegna flóða mun því stórbatna með þess háttar upplýsingum í framtíðinni, þar sem bæði verður unnt að segja fyrir um útbreiðslu flóða, vatnsdýpi og straumhraða á stöðum þar sem ár flæða yfir bakka.

líkan af vatnsfarvegi
Líkan af farvegi árinnar Iðu við Iðubrú. Mynd Vatnamælingar/eg 2008.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica