Launastefna

Launastefna Veðurstofu Íslands

Dagsetning: 30. maí 2023

Veðurstofa Íslands greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir m.a. um þekkingu, ábyrgð og hæfni og árangri

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af þáttum eins og stjórnun, ábyrgð, faglegum þáttum starfsins auk menntunar og persónulegrar hæfni og árangri í starfi.

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við launauppbyggingar stofnunarinnar studdar rökum og tryggi sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Markmiðið er að það sé enginn óútskýrður launamunur en vikmörk mælinga  sé innan við 2%.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af forstjóra og framkvæmdastjóra sviða í samráði við mannauðsstjóra.  Starfsmenn geta ávallt óskað eftir launaviðtali og endurskoðun launa. Forstjóri, framkvæmdastjóri og/eða mannauðsstjóri fara yfir laun starfsmanns og afgreiða eftir eðli máls. Mannauðsstjóri skal gæta þess að samræmis sé gætt í ákvörðun launa til starfsmanna og skal hann fara yfir launasetningu þeirra a.m.k. 1 sinni á ári.

Starfslýsingar skulu vera til fyrir alla starfsmenn stofnunarinnar. Þar kemur m.a. fram helstu hlutverk og verkefni viðeigandi starfsmanns og vitnað í hlutverkalýsingar ef þær liggja fyrir.  Jafnframt koma fram helstu kröfur til starfsins og hæfni til að sinna því starfi sem lýst er.

Flokkun starfa miðað við virði þeirra liggur hjá mannauðsstjóra og samræmist verklagi jafnlaunavottunar. Flokkunin skal kynnt starfsmönnum og vistuð í starfsmannahandbók. 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica