Gæðastefna
Gæðastefna Veðurstofu Íslands
Veðurstofa Íslands hefur að leiðarljósi að uppfylla kröfur, óskir og væntingar allra viðskiptavina sinna í samræmi við tilgang stofnunarinnar.
Gæðastefna Veðurstofunnar nær til allra þátta í starfsemi hennar. Hún miðar annars vegar að því að uppfylla samning við umhverfisráðuneytið um árangur stofnunarinnar og hins vegar að unnið sé í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur, þ.m.t. gæðastjórnunarkerfi eins og ISO 9001.
Stofnunin leggur áherslu á eftirtalin gæðaviðmið:
- Að fylgjast með og mæla reglulega ánægju viðskiptavina með þjónustu stofnunarinnar.
- Að standa við skuldbindingar varðandi gæði þjónustu, áreiðanleika og veitingu hennar á tilsettum tíma.
- Að tryggja hæfni, getu og þekkingu starfsmanna til að sinna verkefnum sínum á fullnægjandi hátt.
- Að allur nauðsynlegur búnaður, sem þarf til að reka stofnunina, s.s. mælitæki, tölvubúnaður, upplýsingakerfi, aðbúnaður starfsmanna o.fl., uppfylli skilgreindar þarfir, gæðakröfur og gæðastaðla.
- Að rekstur stofnunarinnar sé eins hagkvæmur og unnt er og í samræmi við fjárheimildir og aðrar tekjur á hverjum tíma.
- Að vinna stöðugt að framförum, nýjungum og hagkvæmni í rekstri.
- Að tryggja góðan árangur með beitingu faglegrar verkefnastjórnunar.
- Að reka virkt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 og vinna að stöðugum umbótum á því.