Ráðstefnur og fundir

Ráðstefna um hugbúnað í veðurþjónustu

Notendur ræða við hönnuði

Notendaráðstefna IBL Software Engineering stendur nú yfir á Hótel Sögu, dagana 10. til 13. október 2016, en IBL hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðar fyrir veðurspár í meira en þrjátíu ár bæði hvað varðar úrvinnslu og framsetningu gagna og þau fjarskipti sem þessu tengjast.

Visual Weather er aðalvinnuumhverfi vakthafandi veðurfræðinga og framleiðir svokallaðar veðurafurðir, kort og margt fleira, fyrir ytri vef Veðurstofunnar og gagnabrunn. Á ráðstefnunni fá IBL og notendur tækifæri til að koma saman og ræða innbyrðis um lausnir og vandamál sem tengjast kerfinu.

IBL mun einnig kynna nýja eiginleika sem verið er að þróa í kerfunum Visual Weather, Aero Weather, Online Weather og Climate Weather.

Mikilvægi þessara kerfa hefur aukist mjög á síðustu árum vegna umræðunnar um loftslagsbreytingar og ákvarðana þar að lútandi.

IBL ráðstefnuhópurinn, um 70 manns, kemur í heimsókn á Veðurstofuna miðvikudaginn 12. október.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica