Ráðstefnur og fundir

Alþjóðleg hafísráðstefna í Reykjavík

Árlegur fundur The International Ice Charting Working Group, IICWG

Alþjóðleg hafísráðstefna fer nú fram á Íslandi. Þetta er árlegur fundur IICWG (International Ice Charting Working Group), sem að þessu sinni er haldinn í Reykjavík í boði Háskóla Íslands og Veðurstofunnar, vikuna 21. - 25. október 2013.

Ráðstefnan hefst í salarkynnum Hafrannsóknastofnunar þar sem stofnunin hefur boðið ráðstefnugestum að funda fyrsta daginn. Hina dagana verður fundað í Hátíðasal Háskólans og annarsstaðar á háskólasvæðinu.

Síðast var fundur sem þessi haldin á Íslandi árið 2000 og sá Veðurstofan þá um skipulagninguna en IICWG var stofnað 1999 til þess að hvetja til samstarfs allra þeirra sem koma að hafísmálum.

Á vefsíðu National Snow & Ice Data Center, sem heyrir undir bandarísku haf- og loft- rannsóknastofnunina NOAA, segir: The International Ice Charting Working Group (IICWG) was formed in October 1999 to promote cooperation between the world's ice centers on all matters concerning sea ice and icebergs.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica