Ráðstefnur og fundir
straumvatn

Umhverfismengun á Íslandi - vatn og vatnsgæði

Ráðstefna á degi vatnsins

Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldin á degi vatnsins, föstudaginn 22. mars 2013 á Nauthól í Reykjavík frá kl. 13:00 - 17:00.

Skipulagning er á vegum Matís en þeir sem standa að ráðstefnunni koma einnig frá Umhverfisstofnun, Geislavörnum ríkisins, Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Hafrannsóknastofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Fyrirlesarar koma að auki frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Jarðvísindastofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Landbúnaðarháskóla Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sjá dagskrá og ágrip.

Þema Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2013 er „Samvinna um vatn“ og ráðstefnan er haldin með það að leiðarljósi. Markmiðið er að fá yfirsýn yfir nýlegar rannsóknir á gæðum vatns á Íslandi með áherslu á áhrif vatnsnýtingar, landnýtingar og mengunar í vatni og sjó.

Þrjár kynningar (veggpjöld) verða frá Veðurstofunni:

  • Sibylle von Löwis og fl.: Öskumælingar eftir eldgosið í Grímsvötnum 2011
  • Davíð Egilsson: Grunnvatnið, yfirsýn yfir auðlindina og notkun hennar
  • Bogi B. Björnsson og Gerður Stefánsdóttir: Vinna Veðurstofunnar vegna stjórnar vatnamála

Erindin má nálgast á vefsíðu Matís.





Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar