Viðmið um afgreiðslu erinda
Veðurstofa
Íslands starfar skv. stjórnsýslulögum nr. 137/1993 og ber að afgreiða erindi
sem henni berast samkvæmt þeim. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna skulu
ákvarðanir í málum teknar svo fljótt sem unnt er. Veðurstofan hefur skilgreint
tímamörk fyrir afgreiðslu erinda eftir eðli þeirra.
Afgreiðslutími er að hámarki 21 dagur nema þau erindi sem eru sérstaklega tilgreind í meðfylgjandi töflu. Afgreiðslutími erinda miðast við að öll gögn sem nauðsynleg eru ákvarðanatöku liggi fyrir. Málshraði er gefinn upp í dögum.
Þegar fyrirsjáanlegt er að afgreiðsla máls muni tefjast ber að skýra aðila máls frá því. Skal þá upplýsa um ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
Tafir geta orðið á afgreiðslu erinda og fyrirspurna á sumarleyfistíma og í náttúruváratburðum.
| Tegund erindis eða fyrirspurna | Afgreiðslutími |
|---|---|
| Afhending veðurgagna | 30 dagar |
| Veðurvotturð | 42 dagar |
| Umsagnir | |
| Umsagnir um aðalskipulag | 42 dagar |
| Umsagnir um deiliskipulag | 42 dagar |
| Umsagnir um svæðaskipulag | 42 dagar |
| Aðrar umsagnir | 42 dagar |
| Bráðabirgðahættumat | 42 dagar, lögbundinn frestur |
| Annað | |
| Aðgangur að upplýsingum | 7 dagar |
| Rökstuðningur vegna synjunar starfs | 14 dagar |



