Ýmsar upplýsingar

Eldgos - ýmsar upplýsingar

Nýlegar rannsóknir Veðurstofunnar vegna eldgosa og jökulhlaupa

Ríkisstjórn Íslands ákvað haustið 2011 að hafist skyldi handa við gerð heildarhættumats vegna eldgosa á Íslandi. Tillagan byggðist á áætlun sem Veðurstofa Íslands vann ásamt Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Jarðvísindastofnun Háskólans, Landgræðslu ríkisins og Vegagerðinni fyrir umhverfisráðuneytið. Verkefnið skyldi að hluta fjármagnað af Ofanflóðasjóði, að hluta af Alþjóða flugmálastofnuninni, ICAO, og að hluta af öðrum hagsmunaaðilum og samstarfsaðilum s.s. Vegagerðinni, Landsvirkjun og ISAVIA.

Ákvörðunin kom í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli 2010 er stöðvaði flug í Evrópu í nokkra daga, og goss í Grímsvötnum sumarið 2011. Veðurstofan sá um vöktun og söfnun gagna í báðum þessum stórviðburðum, og byggði á langri reynslu rannsókna á sviði jarðvísinda og jökulhlaupa. Talið er að goshrinur sem orðið hafa á undanförnum tuttugu árum kunni að bera vott um að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Skoða ber á ákvörðun ríkisvaldsins í því samhengi.

Gert var ráð fyrir að verkefnið tæki 15–20 ár og að fjöldi stofnana og fyrirtækja kæmu að því á mismunandi stigum. Fyrstu verkefnin við gerð hættumatsins sem jafnframt miða að því að lágmarka tjónnæmi samfélagsins eru þessi:

  • Úttekt á þekkingu á íslenskum eldstöðvum. Vefsjá íslenskra eldfjalla var opnuð almenningi í ársbyrjun 2016. Henni er ritstýrt og hún er hýst hjá Veðurstofunni. Verkefnið var unnið að hluta sem fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni og er á ensku. Sótt hefur verið um styrk til að þýða vefsjána á íslensku.
  • Forgreining á áhættu vegna flóða samfara eldgosum.Vinna við gerð hættumat vegna eldgosa víðs vegar á Suðurlandi hófst 2013 og lagði Ofanflóðasjóður 34 milljónir króna í verkefnið árlega í þrjú ár. Það var unnið í samstarfi við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Jarðvísindadeild Háskólans, Landlækni og fleiri. Útgáfa:  An assessment of hazards and risks at Öræfajökull and on the Markarfljót outwash plain (2015); og Jökulhlaup í Öræfum og Markarfljóti vegna eldgosa undir jökli: Forgreining áhættumats (2016).
  • Forgreining á sprengigosum á Íslandi. Verkefnið er í vinnslu.
  • Forgreining á eldgosum sem valdið geta miklu eignatjóni, þ.e. eldgosum nálægt þéttbýli og alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi. Verkefnið er í vinnslu.
Við gerð heildarhættumats er stuðst við hættumatsramma Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna. Þessi hættumatsrammi hefur verið notaður með góðum árangri við hættumat og mótvægisaðgerðir vegna ofanflóða.

Jarðskjálftamælar við Öræfajökul 1. nóvember 2017

kort

Sjá nánar í frétt frá 1. nóvember.

Fjölgun eftirlitsstöðva 2014

Umsvif Veðurstofunnar á Vatnajökli hafa aukist mikið undanfarin ár enda eru margar af virkustu eldstöðvum landsins undir jöklinum og aukin krafa er um að þær verði vaktaðar betur, bæði hvað varðar flóð og öskufall. Því hefur síritandi jarðskjálfta- og GPS stöðvum verið fjölgað á jöklinum og í kringum hann.

Farið var í tvennu lagi; fjórir starfsmenn Veðurstofu voru á jöklinum 31. maí - 7. júní og svo tveir frá 7. - 10. júní. Þessar ferðir tengdust vorferð JÖRFÍ. Ferðalög á Vatnajökul krefjast talsverðs undirbúnings og góðra tækja en Veðurstofan er vel í stakk búin að takast slík verkefni á hendur, bæði hvað varðar búnað og mannafla. Farið var víða um jökulinn, allt frá Hamrinum í vestri til Kverkfjalla í norðri og Esjufjalla í austri. Helstu verkefni starfsmanna Veðurstofunnar í vorferð 2014 voru:

  • eftirlit og viðhald á GPS- og jarðskjálftamælum
  • gasmælingar í Kverkfjöllum og á Grímsfjalli
  • stilling tækja sem staðsett eru í Eystri Skaftárkatlinum og vakta væntanlegt flóð úr katlinum

Future Volc

Verkefnið FutureVolc er alþjóðleg samvinna um eldfjallavá. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og Veðurstofa Íslands leiða þetta samevrópska verkefni, sem fellur undir sjöundu rammaáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, FP7.

Meginmarkmið verkefnisins eru eftirtalin:

Að koma á fót samhæfðu vöktunarkerfi á eldfjöllum, að þróa nýjar aðferðir til að meta hættuna af einstökum viðburðum, að efla skilning vísindasamfélagsins á kvikuferlum í jarðskorpunni og að bæta upplýsingagjöf til almannavarna og yfirvalda. Viðtal frá 2012 um verkefnið er að finna á vef BBC.

Hættumat

Að tillögu umhverfisráðherra er hafin vinna við Hættumat fyrir eldgos.

Nýliðin eldgos

Samantekt um eldgosið í Grímsvötnum vorið 2011 er í sérstakri grein.

Eldgosin vorið 2010 má fræðast um undir Eyjafjallajökull og Fimmvörðuháls.

Almennt um eldgos

Eldgos eiga sér oftast nær aðdraganda t.d. óróa, jarðskjálfta, þenslu, landrek, landris, aukin jarðhita og fleira. Reynt er að greina þennan aðdraganda með ýmiss konar mælingum.

Órói er titringur sem stendur yfir í nokkrar mínútur eða lengri tímabil. Óróinn kemur
fram á jarðskjálftamælum.

Landrek og -ris er mælt með nákvæmum GPS staðsetningartækjum.

Þensla er rúmmálsbreyting í bergi. Ýmist þenst bergið út eða þrýstist saman.

Hættur sem stafa af eldgosum eru af margvíslegum toga. Hættan af fallandi gosefnum og hraunrennsli er augljós.


Eldingar eru algengar í gosmekki, það á sérstaklega við um Kötlu. Það getur verið algert myrkur undir gosmekki. Gas getur safnast fyrir í lægðum. Gosmökkur getur ógnað og haft mikil áhrif á flugumferð.


Einnig getur flúoreitrun ógnað heilsu búfjár.

Heimilisáætlun
af vef Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra


Aðdragandi síðustu eldgosa á Íslandi kom greinilega fram á mælitækjum.

Gjálp 1996
Grímsvötn 1998
Hekla 2000
Grímsvötn 2004

Eftirlit með Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli

Eftirlit með Heklu

Eftirlit með Vatnajökli


Á síðu Norræna eldfjallasetursins er að finna mikinn fróðleik um eldgos.

Eldgos í Heklu 2000
Eldgos í Heklu, 26. febrúar - 8. mars 2000.
Ljósmyndari Erik Sturkell

Eldgos á Íslandi á 20. og 21. öld

2014 Bárðarbunga
2011 Grímsvötn
2010 Eyjafjallajökull
2010 Fimmvörðuháls
2004 Grímsvötn
2000 Hekla
1998 Grímsvötn
1996 Gjálp
1991 Hekla
1984 Krafla
1983 Grímsvötn
1981 Krafla 2 gos.
1981 Hekla
1980 Hekla
1980 Krafla 3 gos.
1977 Krafla 2 gos.
1975 Krafla
1973 Neðansjávargos um 5 kílómetra undan ströndinni við Landeyjar.
1973 Heimaey
1970 Hekla
1963-1967 Surtsey
1961 Askja
1947 Hekla
1938 Grímsvötn
1934 Grímsvötn
1933 Grímsvötn
1929 Askja
1927 Askja
1926 Norðaustan Eldeyjar.
1924 Askja
1923 Askja
1922 Askja 2 gos.
1922 Grímsvötn
1921 Askja
1918 Katla
1913 Austan Heklu
1910 Þórðarhyrna
1903 Þórðarhyrna
1902 Grímsvötn

gosmökkur yfir skýjum

Eldgos hófst í Eyjafjallajökli aðfaranótt 14. apríl 2010. Gosmökkurinn upp frá gígnum, skýin undir. Myndin er tekin 17. maí 2010 kl. 21:46.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica