Um skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar var stofnuð í lok ágúst 2021. Með stofnun skrifstofunnar er Veðurstofa Íslands að efla vöktun og rannsóknir á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. Meðal helstu verkefna skrifstofunnar má telja:
Þjónusta tengiliðar við IPCC (National Focal Point) og sinna loftslagsþjónustu í samvinnu við erlenda aðila, m.a. WMO og Kópernikus.
Þjónusta við þverfaglega vísindanefnd sem skipuð er af ráðherra og útgáfa reglubundinna skýrslna um afleiðingar loftslagsbreytinga, aðlögunarþörf og áhættugreiningar.
Þjónusta og utanumhald um verkefni á grundvelli áætlunar um aðlögun, uppbygging tengslanets þar til bærra aðila.
Úttekt á aðlögunarþörf og vinna samkvæmt forgangsröðun verkefna í takti við markaða stefnu hvað varðar aðlögun. Verkefnin eru þó endanlega á ábyrgð hvers geira.
Vera formlegur farvegur fyrir viðurkenndar sviðsmyndir um áhrif loftslagsbreytinga á loftslag, vatna-og jöklafar og hafið umhverfis Ísland, þ.m.t. sjávarborðshækkun.
Vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga og rannsóknir á þeim áhrifum á Íslandi.
Samantekt gagna og upplýsinga frá fagstofnunum og öðrum samstarfsaðilum og miðlun þeirra til almennings og hagaðila m.a. með vefþjónustum, skýrslum og fræðslu.
Hafa samband
Anna
Hulda Ólafsdóttir, forstöðumaður skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu
Íslands, annao(hja)vedur.is eða
sla(hja)vedur.is