Heklugos

Heklugos

Hekla hefur gosið 23 sinnum á sögulegum tíma. Síðast gaus í febrúar 2000 og þar áður í janúar 1991, 1980-1981, 1970 og lokst hófst afar öflugt gos í mars 1947 og stóð í 13 mánuði. Frá og með 1970 hafa gosin verið stutt hraungos með lítilli gjósku. 

Virkni Heklu hefur verið breytileg. Fyrir 9-7 þúsund árum voru gosin aðallega basísk hraungos. Tíminn frá því fyrir 7-3 þúsund árum einkenndist af fáum stórum, súrum sprengigosum (gasstyrkur súrrar kviku er hár sem veldur meiri sprengivirkni og gjóskumyndun). Undanfarin þrjúþúsund ár hafa blandgos (hraun og gjóska) verið ríkjandi. 

Meiri upplýsingar um eldstöðina er að finna í vefsjá íslenskra eldfjalla.

mynd/photo

Hekla 20. febrúar 1991. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Hekla strain station

Borholuþenslumælir Veðurstofunnar við Heklu. Ljósmynd: Matthew J. Roberts.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica