Fréttir og viðvaranir

Lítið hlaup úr Grímsvötnum - 16.10.2022

Uppfært 16.10. kl. 15:00

Rennsli í farvegi Gígjukvíslar náði hámarki í morgun og hefur vatnshæð við brúna á þjóðvegi 1 farið hægt lækkandi frá hádegi. Samhliða lækkandi vatnshæð hefur rafleiðni í ánni minnkað. Magn hlaupsvatns í ánni fer því minnkandi og ljóst að hlaupið er í rénun.

Lesa meira

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum - 7.12.2021

Uppfært 7.12. kl. 11:00

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem m.a. mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult. Samkvæmt skilgreiningu er uppfærsla á fluglitakóðanum í appelsínugult þegar að eldstöð sýnir aukna virkni og vaxandi líkur eru á eldgosi.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica