Lækkun íshellunnar yfir Eystri Skaftárkatli
Jökulhlaup - íshellan seig
Hér var hægt skoða hæðarbreytingar í Eystri Skaftárkatli samkvæmt mælingum uppi á jöklinum.
Lóðrétt færsla (í metrum) var fengin með rauntímaúrvinnslu úr GPS tæki sem var í miðjum katlinum. Hæðargildið efst til vinstri, ofan við línuritið, er mesta hæð yfir sjávarmáli. Núllgildið á línuritinu vísar til þessarar hæðar. Hæðargildið efst til hægri lýsir núverandi stöðu tækisins (m y.s.).
Kvika línuritið (stækkanlegt) fór í loftið 26. sept. og uppfærðist á fimm mínútna fresti. En á föstu línuriti hér undir sést hæðarbreyting frá því hlaup hófst aðfaranótt 28. sept. til 4. okt. 2015. Rauða línan sýnir 30 mínútna miðgildi hæðarbreytinga. Heildarsigið er tölugildið fyrir ofan ljósmyndina.

Mælingarnar eru fjármagnaðar af evrópska rannsóknarverkefninu FutureVolc, Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar og Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Veðurstofa Íslands hefur séð um rekstur tækisins með aðstoð frá Landhelgisgæslunni, Háskóla Íslands og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.