Vatnatilskipun
Vatnatilskipun Evrópusambandsins var innleidd á Íslandi 2008. Helstu atriði hennar eru þessi:
- Samþætting gagna, samstarfsvettvangur og kerfisbundin gagnaskil.
- Áætlanir vegna stjórnunar á sviði vatnafræði, vatna og vatnsfalla.
- Gerð viðmóts og miðlun gagna til almennings og hagsmunaaðila.
- Rafræn gagnaskil inn í WISE kerfið (Water Information System for Europe).
- Tenging gagna við skýrslur til Evrópusambandsins.
Vatnatilskipun (íslenska) (pdf 0,5 Mb)
Water Framework Directive (enska)
Árið 2011 var rammatilskipun Evrópusambandsins um verndun vatns (vatnatilskipun 2000/60/EB) innleidd með nýjum lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála.
Í kjölfarið fylgdu tvær reglugerðir, nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun og nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
Frekari upplýsingar um innleiðingu lagana, fyrirkomulag og allt ítarefni s.s.birtar skýrslur fagstofnanna er að finna á vef Umhverfisstofnunar.