Climate and Energy Systems
Markmið verkefnisins Climate and Energy Systems (CES) er að kanna áhrif loftslagsbreytinga til lengri tíma og meta þróun þeirra á norræn raforkuframleiðslukerfi komandi 20-30 ár. Það fjallar um hvernig aðstæður fyrir raforkuframleiðslu og endurnýjanlegar orkulindir gætu breyst á norrænum slóðum fyrir áhrif hlýnunar jarðar. Athyglin beinist að framleiðslugetu og framtíðaröryggi raforkukerfisins, svo og óvissuþáttum.
Climate and Energy Systems verkefnið er að mestu leyti styrkt af Norræna orkusjóðnum og norrænum orkufyrirtækjum. Samhliða innlent samstarfsverkefni er "Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á orkukerfi og samgöngur (LOKS)".