Vatnsflóð

Vatnsflóð

Hættumatsskýrslur

Hættumat vegna vatnsflóða í Ölfusá

Höfundar: Emmanuel Pagneux, Matthías Á. Jónsson, Bogi B. Björnsson, Sif Pétursdóttir, Njáll F. Reynisson, Hilmar B. Hróðmarsson, Bergur Einarsson & Matthew J. Roberts

Skýrsla Veðurstofu Íslands 2019-013

Skýrslan veitir yfirlit um hættu vegna vatnsflóða í Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá. Flatarmál þess svæðis sem hættumatið nær yfir er 800 km2, frá og með Auðsholtshverfi þar sem Tungufljót, Litla-Laxá og Stóra-Laxá sameinast við Hvítá, niður til ósa Ölfusár. Gerð er grein fyrir vatnsflóðum við vatnshæðarmæli 64 á Selfossi með 25, 100 og 200 ára endurkomutíma sem og flóðum af völdum ísstíflna sem geta, samkvæmt sögulegum gögnum, haft meiri útbreiðslu á ákveðnum svæðum en 200 ára vatnsflóð. Útbreiðsla flóðasviðsmynda og tjónmætti flóðvatns voru metin.

Flóð á vatnasviðum Eyjafjarðarár, Héraðsvatna, Hvítár í Borgarfirði, Lagarfljóts og Skjálfandafljóts

Höfundar: Emmanuel Pagneux, Guðrún Elín Jóhannsdóttir, Tinna Þórarinsdóttir, Hilmar Björn Hróðmarsson & Davíð Egilson

Skýrsla Veðurstofu Íslands 2017-006 bindi I. Yfirlit

Skýrsla Veðurstofu Íslands 2017-007 bindi II. Atburðablöð

Skýrslurnar fjalla um söguleg flóð í Eyjafjarðará, Héraðsvötnum, Hvítá í Borgarfirði, Lagarfljóti og Skjálfandafljóti. Í fyrra bindi er yfirlit um orsakir, árstíðasveiflur, stærð og afleiðingar sögulegra flóða á vatnasviðum þessara vatnsfalla; í seinna bindi eru birt atburðablöð. Skýrslurnar eru hluti verkefnis um söguleg flóð á Íslandi og þáttur í hættumati vegna vatnsflóða. Greiningin byggist á skriflegum lýsingum, myndefni og mæligögnum svo sem veðurgögn og vatnamælingum. Heimildir eru fengnar úr ýmsum áttum, sjá heimildaskrá.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica