Greinar
waterday
Af vef Sameinuðu þjóðanna 2012: UN Water

Dagur vatnsins 2012

Alþjóðlegur dagur vatnsins

21.3.2012

Hinn árlegi dagur vatnsins er helgaður umræðu um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og verndun vatnsauðlindarinnar. Neðangreind hvatning er fengin af vefsíðunni World Water Day sem er undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna. Þar er boðið upp á skráningu sjálfvalinna verkefna í tilefni dagsins og kynningarefni fáanlegt:

Í heiminum búa nú sjö milljarðar manna sem allir þurfa sinn mat og tveir milljarðar munu bætast við fram til 2050. Hvert okkar drekkur tvo til fjóra lítra af vatni á hverjum einasta degi. Mest af því vatni sem við „drekkum“ er falið í fæðunni sem við innbyrðum, t.d. þarf að eyða 15 þúsund lítrum af vatni til að framleiða 1 kg af nautakjöti og 1 kíló af hveiti „drekkur“ 1500 lítra.

Nú, þegar milljarður manna lifir við sífellt hungur og vatnsbirgðum er ógnað, getum við ekki látið sem vandamálið sé „annars staðar“ eða „annarra“. Ef við eigum að geta brugðist við fjölgun og á sama tíma tryggt aðgengi allra að næringarríkri fæðu þarf að grípa til ráðstafana sem við getum öll tekið þátt í:

  • Borðað heilnæmari mat sem framleiddur er á sjálfbæran hátt.
  • Neytt vöru þar sem lítið af vatni er notað við framleiðsluna.
  • Dregið úr hneykslanlegu bruðli okkar: 30% af þeirri fæðu sem framleidd er í heiminum er aldrei neytt, vatnið sem fór í að framleiða hana er týnt og tröllum gefið!
  • Framleitt meiri matvöru, af meiri gæðum en með því að nota minna vatn.

Hægt er að grípa til aðgerða til að spara vatn og tryggja fæðu fyrir alla á hvaða stigi framleiðslu, flutninga og neyslu sem er.

Og þú? Veist þú hversu mikið vatn þú raunverulega notar á hverjum degi? Viltu vita hvernig þú getur breytt mataræði þínu og farið betur með þann vatnsforða sem næstur þér er? Taktu þátt í átaki vatnadagsins 2012 og lærðu meira!





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar