Greinar
Vatnamælingamenn fylgjast með mælingu
Hluti svæðisstjóra Vatnamælinga fylgist með rennslismælingu í strengjóttri á. Vettvangsferð vatnafræðiráðstefnu (NHC) á Íslandi í ágúst 2008.

Norræn vatnafræðiráðstefna

21.3.2009

Í ágúst 2008 var XXV Norræna vatnafræðiráðstefnan haldin í Reykjavík. Erindin á ráðstefnunni voru gefin út af Íslensku vatnafræðinefndinni í tveimur ráðstefnuritum sem bera yfirtitilinn "Northern Hydrology and its Global Role".

Fyrra bindið heitir "Nordic Hydrological Conference" (vol. 1, pdf 13,4 Mb) og hið síðara "The Icelandic Hydrological Committee" (vol. 2, pdf 13,7 Mb).

Norrænar vatnafræðistofnanir standa reglulega að slíkum ráðstefnum á sviði vatnafræðirannsókna. Markmið þeirra er að miðla þekkingu og reynslu á víðfeðmu sviði vatnafræðirannsókna: kynna og bera saman forgangsverkefni, aðferðir, gögn og niðurstöður ólíkra rannsóknarteyma, efla kunnáttu og skilning á vatnafræðilegum fyrirbrigðum og styrkja stjórn vatnsauðlindarinnar.

Í vettvangsferð gripu íslenskir sérfræðingar í vatnamælingum tækifærið og fengu norska starfsfélaga til að sýna aðferð við að mæla rennsli, þar sem rennslið er óreglulegt, með því að blanda salti í vatnið og mæla breytingar í leiðni. Myndin sýnir hluta svæðisstjóra Vatnamælinga fylgjast með rennslismælingu í strengjóttri á.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica