Fluglitakóði eldstöðva
Fluglitakóði eldstöðvar
Þetta viðvörunarkort er gefið út af Veðurstofu Íslands og sýnir núverandi ástand eldstöðvakerfa á landinu. Það er uppfært kl. 09:00 daglega og sýnir merki um byrjandi hættuástand strax og þess verður vart.
Fluglitakóði er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefur flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla sem gætu haft áhrif á flugumferð.
Fluglitakóðinn er óháður þeim litakóða sem Veðurstofa Íslands gefur einnig út og kallast „Viðvörunarstig eldstöðvakerfis (VALS)“ . VALS litakóðanum er ætlað að miðla upplýsingum um möguleg áhrif á jörðu niðri og því geta þessir tveir litakóðar verið mismunandi á hverjum tíma.
Tilkynningar verða gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Merking hvers litar er útskýrð undir kortinu.

GRÁTT: Eldstöðin virðist óvirk. Vöktun er þó lítil og því er ekki hægt að fullyrða að svo sé.
GRÆNT: Virk eldstöð, engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt.
   eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi:
Umbrot eru talin afstaðin og engar vísbendingar um að gos sé væntanlegt.GULT: Eldstöðin sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.
   eða, eftir að virknin hefur verið lækkuð frá hærra stigi:
 Umbrot hafa minnkað markvert en vel er fylgst með, ef vera kynni að þau aukist á ný.
APPELSÍNUGULT: Eldstöðin sýnir aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi.
   eða,
Eldgos er í gangi, þó með lítilli eða engri öskuframleiðslu.RAUTT: Eldgos er yfirvofandi eða hafið – líklegt er að aska berist upp í lofthjúpinn.
   eða,
Eldgos stendur yfir og veruleg aska berst upp í andrúmsloftið.
World Organisation of Volcano Observatories
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar má fá hjá jarðskjálftavaktinni ef nauðsyn krefur. Jarðskjálfta síðustu 48 klukkustunda má sjá á vefnum (óyfirfarnar frumniðurstöður). Kortið hér að ofan er stækkanlegt.



