Atburðir
kona í ræðupúlti
1 2 3 4
næsta

Dagur vatnsins 22. mars 2010

Betra vatn til framtíðar
Ráðstefna kl. 13-16 í Víðgelmi, Orkugarði, Grensásvegi 9

Dagskrá

13:00 Ávarp umhverfisráðherra. Svandís Svavarsdóttir

13:10 Vatnsgæði á Íslandi. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar

13:30 Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (kynning). Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu

13:50 Innleiðing vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

Kaffihlé

14:30 Vatnsvernd, ógnanir og tækifæri. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

14:50 Áætlanagerð og náttúruvá. Guðmundur F. Baldursson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hveragerði

15:10 Neysluvatn sem matvæli. Guðjón Gunnarsson, fagsviðsstjóri Matvælastofnun

15:30 Þáttur vistkerfa í að viðhalda vatnsgæðum. Hlynur Óskarsson, sérfræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands

15:50 Vatnsþankar. Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur

Fundarstjóri: Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands

Merki dagsins
vatnsdropi


Hinn árlegi dagur vatnsins er helgaður umræðu
um sértæk viðfangsefni sem varða vatn og
verndun vatnsauðlindarinnar. Viðfangsefnið
í ár
er að miðla upp­lýsingum um tækifæri
og hættur sem varða vatnsgæði og stuðla
að því að vatnsgæðiskipi þýðingarmikinn
sess í vatnsstjórnun. Markmið ráðstefnunnar
er að vekja umræðu hérlendis meðal
hagsmuna- og eftirlitsaðila um vatnsgæði
og stjórnun vatnsauðlindarinnar.

_____________________

Þátttaka er öllum opin en óskast tilkynnt til Veðurstofu Íslands, vatn@vedur.is eða í síma 522-6000

Íslenska vatnafræðinefndin í samstarfi við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Matvælastofnun, Orkustofnun, Reykjavíkurborg, Samorku, umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Veiðimálastofnun






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica