Orkukerfi

Orkukerfishópur

Vinna þessa hóps miðast við kerfisathuganir til að meta áhrif loftslags- og afrennslisbreytinga á orkugetu og takmarkanir í íslenska raforkukerfinu. Notaðar verða reikniniðurstöður loftslagslíkana með gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda til að meta væntar hitastigs- og úrkomubreytingar eftir landshlutum fram til ársins 2050. Niðurstöður verða settar fram sem breytilegir leitnistuðlar í tíma og rúmi fyrir hitastig og úrkomu frá árinu 1960 til ársins 2050 sem búast má við að séu af völdum loftlagsbreytinga af mannavöldum. Fyrir sögulega tímabilið frá 1960 til 2010 verður leitnin metin út frá sögulegum röðum sem og gögnum frá veðurfarslíkönum. Með breytilegum leitnistuðlum í tíma og rúmi er átt við að metnir eru leitnistuðlar fyrir mismunandi tímabil frá 1960-2050 (t.d. 3-5 tímabil) þar sem leitnin ætti að vera minnst fyrir fyrsta tímabilið og mest fyrir það síðasta ef gert er ráð fyrir að áhrif loftlagsbreytinga fari vaxandi. Þessir leitnistuðlar verða notaðir til leiðréttingar á sögulegum veðurfarsröðum fram í tímann og búin verða til sett af veðurfarsröðum fyrir mismunandi ár fram í tímann þar sem hvert sett er jafnlangt sögulegu röðunum. Á þennan hátt má búa til langar gagnaraðir af framtíðarþróun afrennslis þar sem náttúrulegur breytileiki er varðveittur, en áhrif loftslagsbreytinga hafa verið fjarlægð (?leiðrétt?). Nota má þessar gagnaraðir sem grundvöll reikni tilrauna þar sem áhrif mismikilla loftlagsbreytinga (mismunandi sviðsmynda) eru könnuð.

Framkvæmdar verða rekstrarhermanir í orkulíkani Landsvirkjunar með þessum rennslisröðum og skoðuð áhrif loftlagsbreytinga á: (1) breytileika innan árs í innrennsli og þar með fyllingu uppistöðulóna, (2) breytingar í orku rennslis að virkjunum, (3) breytingar í orkugetu og framleiðslugetu virkjana, (4) nýting rennslis, þ.e. rennsli á yfirfalli og samanburður á orku í rennsli til virkjana breytinga í framleiðslugetu þeirra, (5) áhrif þess að auka nýtingartíma virkjana á stöðugleika raforkukerfisins.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica