Afleiðingar loftslagsbreytinga - ítarefni

Halldór Björnsson 7.2.2007

[1]

International Panel on Climate Change (IPCC) er alþjóðleg vísindanefnd sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Skýrslur nefndarinnar og margs konar ítarefni má finna á vefsíðu IPCC.

[2]

Þessi listi er ekki tæmandi, upptalin atriði helgast af áhugamálum höfundar.

Frekari upplýsingar má sjá í skýrslum IPCC frá árinu 2001, sérstaklega skýrslunni Scientific Basis: Summary for Policymakers og Technical Summary.

Einnig er stuðst við skýrsluna Impacts, Adaption and Vulnerability. Summary for Policymakers og Technical Summary. Einnig má nálgast skýrsluna í heild sinni.

Ágrip með niðurstöðum fjórðu yfirlitsskýrslu má nálgast hjá IPCC.

[3]

Sú tilgáta að síðasti áratugur nýliðinnar aldar sé sá hlýjasti á jörðinni í þúsund ár kom fram í greinum eftir Michael Mann o.fl. (sjá MBH99 og einnig MBH 98) þar sem trjáhringir og önnur óbein gögn voru notuð til þess að leggja mat á hitaþróun síðustu árhundruða.

Í þessum greinum birtist línurit sem síðar var nefnt „Hokkíkylfan”, en það sýndi að meðalhiti síðari hluta 20. aldarinnar var mun hærri en árhundruðin þar á undan. Óvissan í matinu var þó veruleg þegar komið var aftur fyrir 15. öldina.

Aðferðafræðin á bak við þessar rannsóknir var gagnrýnd harðlega af McIntyre og McKitrick (1 og 2) en nýlegar rannsóknir hafa heldur stutt niðurstöðu Manns og félaga, þótt veruleg óvissa ríki ennþá um hversu hlýtt varð í heiminum á fyrri hluta síðasta árþúsunds. Samantekt á þessari deilu má lesa í grein dr. Gavin Schmidt á www.realclimate.org.

Í skýrslunni frá því 2007 er fjallað um síðari hluta 20 aldar (í stað síðasta áratugs) og þar kemur fram að fyrir tímabilið 1950 - 2000 var meðalhiti á norðurhveli jarðar mjög líklega sá hæsti á liðnum 500 árum og líklega sá hæsti á liðnum 1300 árum.

[4]

Skýrslan Veðurfarsbreytingar og afleiðingar þeirra

[5, 6]

Samkvæmt samantekt GISS/NASA var árið 2005 það hlýjasta en Alþjóðlega veðurfræðistofnunin (WMO) telur að árið hafi verið það næst hlýjasta.

Munurinn á árinu 2005 og árinu 1998 er vart marktækur en árið 1998 var öflugur El Nino í Kyrrahafi og hækkaði það tímabundið meðalhita jarðar. Árið 2005 var ekki El Nino ár. Árið 2006 er talið það 6. hlýjasta af WMO en það 5. hlýjasta af GISS.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica