Norðan 8-15 m/s, en hvassviðri suðaustantil. Él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig.
Breytileg átt 3-10 á morgun og léttir smám saman til fyrir norðan, en norðvestan 10-15 á Suðaustur- og Austurlandi fram eftir degi. Herðir á frosti. Þykknar upp vestantil annað kvöld.
Spá gerð 24.11.2024 15:44
Hvassir norðan vindstrengir á Suðausturlandi þar til í fyrramálið. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.11.2024 15:44
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,9 | 23. nóv. 11:58:15 | Yfirfarinn | 4,1 km ASA af Bárðarbungu |
2,8 | 23. nóv. 11:30:14 | Yfirfarinn | 6,1 km ANA af Goðabungu |
2,6 | 22. nóv. 19:25:58 | Yfirfarinn | 5,6 km ANA af Bárðarbungu |
Eldgosið sem hófst kl. 23:14 20. nóvember á Sundhnúksgígaröðinni, heldur áfram. Virkni í miðgíg dróst saman í morgun 24. Nóvember, en áfram gýs í þremur gígum. Hraunflæði er áfram til vesturs og norðurs. Vestari hrauntungan heldur áfram að flæða hægt til norðurs meðfram varnargarði Bláa lónsins og Svartsengis. Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 24. nóv. 11:22
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 13. nóv. 11:04
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 23. nóv. | sun. 24. nóv. | mán. 25. nóv. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
|||
Norðanverðir Vestfirðir
|
|||
Tröllaskagi utanverður
|
|||
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|||
Austfirðir
|
Uppfært 24. nóvember kl. 15:25
Dregið hefur úr gosóróa
Þrír gígar áfram virkir
Sjáanleg minni virkni í öflugasta gígnum
Dregið hefur úr hraunflæði í átt að varnargörðum við Svartsengi
Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.
Lesa meiraAlþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir.
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
Lesa meiraOktóber var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.
Lesa meiraNúverandi losun gróðurhúsalofttegunda
eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum
sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi
skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu
ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu
líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum.
Flugslóðar eru þunn ísský sem myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast við umliggjandi loftið og úr verður loftblanda sem er mettuð.
Lesa meira