Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg átt 3-10 og stöku él, en norðvestan strekkingur og snjókoma austantil í fyrstu. Frost 0 til 8 stig.

Vaxandi austan- og norðaustanátt síðdegis, 13-20 m/s í nótt og víða snjókoma, en stormur um tíma syðst á landinu.
Snjókoma með köflum á morgun og dregur úr vindi fyrir austan. Vægt frost, en sums staðar frostlaust sunnantil.

Spá gerð 17.01.2025 04:22

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jökulhlaupið nálgast hámarksrennsli úr Grímsvötnum - 15.1.2025

Uppfært 15. janúar kl. 15:50

Skömmu fyrir hádegi í dag fór órói sem mælist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli að rísa nokkuð skarpt. Þessi hækkun í óróa tengist jökulhlaupinu sem nú stendur yfir og endurspeglar líklega aukningu í jarðhitavirkni vegna þrýstiléttis eftir að töluvert rúmmál vatns hefur farið úr Grímsvötnum. Svipaðar breytingar hafa sést í óróamælingum í tengslum við fyrri Grímsvatnahlaup svo þetta telst ekki óvenjulegt þegar hlaup nálgast hámarksrennsli. Að svo stöddu eru engin merki um aukningu í jarðskjálftavirkni eða gosóróa.

Lesa meira

Lítil jarðskjálftavirkni hefur mælst í Bárðarbungu síðan í gærmorgun - 15.1.2025

Uppfært 14. janúar kl. 16:30

Eftir kl. 9 í morgun dró verulega úr ákafa jarðskjálftahrinunnar í Bárðarbungu og hafa fáir jarðskjálftar mælst síðan þá.  Töluverður ákafi var í skjálftahrinunni. Þrátt fyrir minni virkni mælast enn skjálftar, og náið verður fylgst með áframhaldandi þróun.

Jarðskjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan 6 í morgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, að stærð M5,1 mældist. Að auki hafa 17 skjálftar yfir M3 að stærð verið skráðir, þar af tveir um eða yfir M4 að stærð.

Lesa meira

Áframhaldandi landris og svipuð þróun á Sundhnúksgígaröðinni - 14.1.2025

Uppfært 14. janúar kl. 15:00

Aflögunargögn sýna að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Ef kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða munu 12 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi í lok janúar eða byrjun febrúar. Þá er talið, skv. líkanreikningum, að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi fari að aukast. Líkönin byggja á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma en litlar breytingar á því innflæði geta haft áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss.

Eins og síðustu vikur hefur verið lítil jarðskjálftavirkni í kringum Svartsengi. 

Lesa meira

Árið 2024 var heitasta ár sögunnar og fyrsta árið með meðalhita yfir 1,5°C - 10.1.2025

Árið 2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust og fyrsta árið þar sem meðalhiti er 1.5 °C hærri en hann var fyrir iðnbyltingu.

Losun gróðurhúsalofttegunda er megin orsök mikils loft- og sjávarhita, en aðrir þættir, s.s. El Nino veðurfarsveiflan lagði einnig til óvenjumikils hita á síðasta ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu veðurfarsþjónustu Kópernikus (C3S) sem er stofnun á vegum Evrópusambandsins en er rekin af Reiknisetri evrópskra veðurstofa (ECMWF). Vísindamenn á vegum stofnunarinnar hafa vaktað veðurfarstengdar breytingar á árinu, m.a. óvenjulega mikla hita, sem birtust m.a. í dægurhitametum, mánaðar- og ársmetum.


Lesa meira

Kvikuinnskot á miklu dýpi undir Grjótárvatni líklegt - 9.1.2025

Uppfært 9. janúar kl: 11:20

Fimmtudaginn 2. janúar mældist samfelld óróahviða milli kl. 17 og 18 með upptök við Grjótárvatn. Óróahviðan sem varði í um 40 mínútur er mynduð af samfelldum smáskjálftum, sem flestir eru of smáir til að hægt sé að staðsetja þá, en einungis tveir skjálftar innan hviðunnar eru staðsettir. Þeir eru á rúmlega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálftar þennan dag, allir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0.

Lesa meira

333 viðvaranir gefnar út árið 2024 - 8.1.2025

Gefnar voru út samtals 333 viðvaranir vegna veðurs árið 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Sá fjöldi er svipaður og árið áður, en frá 2018 hafa að meðaltali 373 viðvaranir verið gefnar út á ári. Árið 2024 var því heldur undir meðallagi síðustu ára.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hrim_a_hestasteini

Yfirborðshrím 2

Um áramótin 2009/2010 var stillt og kalt í veðri og aðstæður til hrímmyndunar því eins og best er á kosið.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica