Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 3-10 m/s og sums staðar dálítil él, en austan 13-18 og slydda eða snjókoma syðst á landinu.
Norðaustlæg eða breytileg átt 8-15 á morgun og snjókoma með köflum á Suður- og Vesturlandi. Líkur eru á aukinni úrkomu suðvestan og sunnantil eftir hádegi á morgun í formi slyddu eða snjókomu, fyrst suðvestast. Hægari vindur og yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Frost á bilinu -2 til -10 gráður, en mildara suðvestantil.

Spá gerð 27.10.2025 19:27

Athugasemd veðurfræðings

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir vegna talsverðrar slyddu eða snjókomu fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið og Suðurland sem taka gildi kl 18 á morgun. Enn er útlit fyrir óvissu í veðurspám og því gætu viðvaranir uppfærst eftir því sem nær dregur. Sjá heimasíðu Veðurstofunnar fyrir nánari upplýsingar.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 27.10.2025 19:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Þegar Veðurstofan var sögð hafa hagrætt veðrinu á Kvennafrídaginn - 24.10.2025

Á þessum degi fyrir fimmtíu árum lögðu konur um allt land niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu þeirra. Blíðviðrið sem fylgdi kvennaverkfallinu 1975 vakti athygli og gárungar sögðu að Veðurstofan hefði jafnvel hagrætt í veðrinu, enda starfaði ein í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins á Veðurstofunni. 
Við rifjum nú upp þennan sögulega dag, veðrið sem skapaði stemninguna og minnumst kvennanna á Veðurstofunni sem ruddu brautina á meðal þeirra voru Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri og jafnréttissinni, Teresía Guðmundsson, fyrsta konan í heiminum til að gegna stöðu veðurstofustjóra, og Adda Bára Sigfúsdóttir, brautryðjandi í veðurfræði og samfélagsmálum.

Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar hvetja til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim - 23.10.2025

António Guterres hvatti til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim. Verkefnið Early Warnings for All miðar að því að allir í heiminum hafi aðgang að áreiðanlegum viðvörunum fyrir árið 2027.

Lesa meira

Kröftug jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli - 20.10.2025

Svipaðar hrinur urðu á sama stað í Mýrdalsjökli í maí og júní 2023. Báðar þær hrinur stóðu yfir í nokkrar klukkustundir og höfðu fjarað að mestu leyti út innan sólarhrings. Nú virðist hrinan þróast á svipaðan hátt og hefur dregið úr virkni síðustu klukkustundirnar þótt áfram mælist stöku smáskjálftar. Lesa meira

1,4 milljarða samstarfsverkefni stóreflir gervigreindarinnviði Íslands - 14.10.2025

Veðurstofan tekur þátt í 1,4 milljarða samstarfsverkefni sem eflir íslenska gervigreindarinnviði og tengir Ísland við eina öflugustu ofurtölvu Evrópu. Verkefnið styður þróun gagnadrifinna lausna í loftslags- og náttúruvárgreiningu.

Lesa meira

Hættumat fyrir Reykjanesskaga óbreytt - 14.10.2025

Skammvinn smáskjálftahrina mældist austan við Sýlingarfell á laugardagskvöld, en engar breytingar sáust á aflögun eða þrýstingi í Svartsengi samhliða henni. Landris og kvikusöfnun halda þó áfram undir Svartsengi og því er áfram nokkur óvissa um tímasetningu næsta atburðar. Hættumat helst óbreytt til 28. október nema virkni breytist. Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir haldin á Ísafirði - 13.10.2025

Alþjóðlega ráðstefnan SNOW2025 – The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows fór fram á Ísafirði dagana 30. september til 3. október 2025. Um 120 sérfræðingar frá tíu löndum tóku þátt, þar á meðal margir helstu vísindamenn heims á sviði ofanflóðavarna. Á undanförnum áratugum hefur Ísland safnað ómetanlegri þekkingu á ofanflóðahættu og varnaraðgerðum. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica