Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 13-20 í kvöld og talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Suðaustan 8-15 og rigning síðar í kvöld og nótt á Norðaustur- og Austurlandi. Lægir vestantil upp úr miðnætti.
Líkur eru á eldingum á suðvestanverðu landinu í kvöld og fram yfir miðnætti.
Gengur í sunnan og suðaustan 10-18 m/s með skúrum á morgun, hvassast vestantil. Léttir til á Norður- og Austurlandi.
Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.

Spá gerð 01.08.2025 15:41

Athugasemd veðurfræðings

Útlit er fyrir allhvassa suðaustanátt á suðvestanverðu landinu í kvöld auk talsverðrar rigningar á Suður- og Suðausturlandi. Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og tjöld geta fokið.
Líkur eru á eldingum á suðvestanverðu landinu í kvöld og fram yfir miðnætti.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 01.08.2025 15:41

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 1.8.2025

Uppfært 1. ágúst

Nýtt hættumatskort vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga hefur verið gefið út sem gildir til 5. ágúst. Eldgosið heldur áfram af fremur stöðugum krafti þótt dregið hafi úr strókavirkni gossins. Lífshættulegt er að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta er við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram.

Lesa meira

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina – lægð á leiðinni - 31.7.2025

Ört dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm - 22.7.2025

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira

Miklar þrumur og eldingar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum - 16.7.2025

Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.

Is_1d-1-1-

Lesa meira
Oskar

Kveðja til Óskars J. Sigurðssonar - 15.7.2025

Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.

Lesa meira

Áframhaldandi landris í Svartsengi - 15.7.2025

Uppfært 15. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hnötturinn skyggður að hálfu fjarri Íslandi

Sumarsólstöður 2010

Sumarsólstöður eru þegar sól er hæst á lofti á norðurhveli jarðar og þær ber ýmist upp á 20. eða 21. júní. Árið 2010 voru þær mánudaginn 21. júní kl. 11:28.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica