Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðvestan 15-23 m/s framan af morgni, en síðar hægari, 8-15 norðantil síðdegis, en 20-25 syðst. Él sunnan- og vestantil framan af degi, en síðan slydda eða rigning með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig síðdegis.
Suðvestan 8-15 og él á morgun, en bjartviðri norðaustantil. Hiti kringum frostmark.

Spá gerð 26.12.2024 03:57

Athugasemd veðurfræðings

Suðvestan hríðarveður. Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.12.2024 03:57

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Leiðindaveður yfir jólahátíðina - hvassviðri og dimm él - 23.12.2024

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út, en viðvaranastig gæti hækkað. Fólk er beðið um að fylgist vel með veðurspá og færð næstu daga.

Lesa meira

Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn aukist undanfarna mánuði - 20.12.2024

Jarðskjálfti af stærð M3,2 mældist nærri Grjótárvatni að kvöldi 18. desember. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist m.a. í uppsveitum Borgarfjarðar og á Akranesi. Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst þarna síðan vorið 2021 en undanfarna mánuði hefur virknin farið vaxandi eins og meðfylgjandi gögn sýna. Frá því að virknin hófst þarna vorið 2021 er jarðskjálftinn sem mældist í fyrrakvöld sá stærsti, en haustið 2021 mældust tveir skjálftar um M3 að stærð. Fyrir 2021 mældist síðast markverð skjálftavirkni þarna árið 1992 en þá mældust tveir skjálftar um M3 að stærð, sá stærri M3,2, og nokkrir aðrir yfir M2,0. Það jarðskjálftayfirlit sem miðað er við nær aftur til ársins 1991 (SIL-kerfið).

Lesa meira

Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða - 19.12.2024

Uppfært 19. desember kl. 11:50

Myndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.

Lesa meira

Verkefni til að bæta vatnsgæði á Íslandi hlýtur stóran styrk - 13.12.2024

Veðurstofan, ásamt 22 samstarfsaðilum undir forystu Umhverfisstofnunar, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum m.a. til að bæta vatnsgæði á Íslandi.

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Leirá syðri og Skálm - 6.12.2024

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-syðri og í Skálm síðan 4. desember síðastliðinn. Í lok júlí varð jökulhlaup í Leirá-syðri og Skálm, þar sem hlaupvatn flæddi m.a. yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Skálm. Í kjölfar jökulhlaupsins í júlí virðist jarðhitavatn úr jarðhitakötlum undir jöklinum hafa fengið greiðari leið frá þeim og í árfarvegi. Síðan í ágúst hafa þrír minni atburðir átt sér stað með hækkun á rafleiðni og vatnshæð, og er þetta sá fjórði í röðinni.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2024 - 3.12.2024

Tíðarfar í nóvember var mjög tvískipt. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

dimmar hlíðar, skrýtin ský

Júgurský

Júgurský eða skýjasepar myndast einkum þar sem rakamettað loft í ákaflegu uppstreymi nær að streyma til hliðar og lendir þar undir stöðugra loftlagi, en jafnframt ofan á þurrara lofti. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica