Greinar

Um vindörvar á kortum

Vindaspár

Veðurstofa Íslands 6.3.2012

Til glöggvunar er hér skýringarmynd af hefðbundnum vindörvum (til vinstri) og vindvigrum (til hægri) sem finna má á kortum yfir vindaspá. Nefna má, að á hefðbundnum örvum táknar hvert ½ strik 2,5 m/s (5 hnúta). Með nægilegri nákvæmni má segja að ½ strik tákni 1 (gamalt) vindstig og heilt 2 vindstig, eins og var í sjónvarpi áður en farið var að birta allan vindhraða í metrum á sekúndu (m/s). Heill þríhyrningur merkir 25 m/s (50 hnúta) eða 10 vindstig.

  • Kort sýna vindátt og 10 mínútna meðalvindhraða í m/s.
  • Örin sýnir úr hvaða átt vindurinn kemur. Á hefðbundnu örvunum snúa strik í átt að lægri þrýstingi.
  • Vindátt og vindhraði eru einnig sýnd með vindvigrum (til hægri á myndinni). Vindur blæs í þá átt sem örin sýnir. Vindhraði er sýndur með stærð vigursins, sem og lituðum flötum á kortinu.

Vindörvar eru sýndar sem vindfjaðrir eða sem vindvigrar

Ítarlega er fjallað um veðurvindáttir í sérstakri fróðleiksgrein og vigurvind á Íslandi á loftslagssíðum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica