Snjógryfja úr Hengli 25. apríl

Snjógryfja var tekin í 660 m hæð á norðaustur vísandi viðhorfi í Hengli undir Vörðuskeggja á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Gryfjan sýndi þéttan, jafnhita vorsnjó með grófum, rúnnuðum kristöllum. Engar prófanir voru gerðar en snjóþekjan er talin orðin nokkuð stöðug … Lesa meira

Snjógryfja í Steiniðjugili 23. apríl

Snjógryfja var tekin í Steiniðjugili ofan Ísafjarðarbæjar á þriðjudag, í um 420 m hæð og S viðhorfi. Gryfjan sýndi nokkuð einsleita og jafnhita snjóþekju með umhleypingasnjó. Snjóþekjan er að styrkjast eftir hláku síðastliðnu helgi, þá féllu allnokkur snjóflóð á svæðinu. … Lesa meira

Snjógryfjur í Fossárdal, Eyjafirði

Tvær snjógryfjur voru gerðar í Fossárdal í Eyjafirði á þriðjudaginn 23. apríl, gryfjurnar voru teknar í um 1200-1300 m hæð til að sjá hvernig snjóalög komu undan hvassri SV-átt og hláku síðustu helgi. Gryfjan við Bungu í NA vísandi hlíð … Lesa meira

Hláka eykur líkur á krapaflóðum og skriðuföllum

Á sunnudagskvöld féll um 100 m breitt krapaflóð í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi. Á mánudagskvöld barst svo tilkynning um annað krapaflóð við Rjúkanda í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi. Bæði flóðin féllu löngu eftir að stytti upp en hlýtt hefur verið í veðri … Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica