Snjógryfja frá Súgandafirði 28. mars

Snjógryfja í V-vísandi brekku í 320 m hæð í Botnsdal í Súgandafirði sýndi lausasnjó ofaná vindfleka.

Snjógryfja í Skarðsdal 28. mars

Snjógryfja tekin undir Súlum í austanverðum Skarðsdal sýndi tvo vindfleka og kornasnjó (frauðhagl) undir þeim efri en íslag undir þeim neðri. Samþjöppunarpróf gaf slétt, skyndilegt brot á 17 höggum undir nýja vindflekanum. Hár hitastigull er við íslagið svo þar gæti … Lesa meira

Snjógryfja í Stafdal 13. mars

Snjógryfja var tekin í Stafdal fimmtudaginn 13. mars, í 483 m hæð og suðurvísandi brekku. Gryfjan sýndi hart og þykkt hjarnlag. Undirliggjandi snjór hefur sjatnað og rúnnast og er almennt stöðugur. Engin stöðugleikapróf voru tekin.

Snjógryfja í Patreksfirði 9. mars

Snjógryfja var tekin í Deildargili í Patreksfirði sunnudaginn 9. mars, í 290 m hæð og vesturvísandi brekku. Gryfjan sýndi stífan og stöðugan snjó með þunnu lagi af nýsnævi ofan á. Næstu daga er spáð hita um og yfir frostmarki og … Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica