Snjógryfja í Stafdal 13. mars

Snjógryfja var tekin í Stafdal fimmtudaginn 13. mars, í 483 m hæð og suðurvísandi brekku. Gryfjan sýndi hart og þykkt hjarnlag. Undirliggjandi snjór hefur sjatnað og rúnnast og er almennt stöðugur. Engin stöðugleikapróf voru tekin.

Snjógryfja í Patreksfirði 9. mars

Snjógryfja var tekin í Deildargili í Patreksfirði sunnudaginn 9. mars, í 290 m hæð og vesturvísandi brekku. Gryfjan sýndi stífan og stöðugan snjó með þunnu lagi af nýsnævi ofan á. Næstu daga er spáð hita um og yfir frostmarki og … Lesa meira

Flekaflóð skammt frá Rauðuhnjúkum í Bláfjöllum

Tvö lítil flekaflóð hafa sést skammt frá Rauðuhnjúkum í Bláfjöllum sem hafa líklega fallið í snjósöfnuninni í þessari viku. Flóðin eru ekki efnismikil og fara ekki langt en benda til þess að það geti verið veikleiki til staðar þar sem … Lesa meira

Ofanflóðaaðstæður til fjalla um helgina

Lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu hjá okkur í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, sérstaklega á vestan- og norðanverðu landinu en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld. Veðurspáin gerir … Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica