Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Minnkandi sunnanátt með skúrum sunnantil en skúrir eða él norðan heiða.
Suðaustankaldi eftir miðnætti með rigningu, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Á morgun gengur lægðin síðan þvert yfir landið, en snýst þá í stífa austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu fyrir norðan og síðar snjókomu, en mun hægari sunnanátt með vætu syðra. Annað kvöld er lægðin komin austur af landinu, en hvessir þá með hríðarveðri á Vestfjörðum og við norðurströndina, en snýst í vestanstrekking allra syðst. Veður fer smám saman kólnandi.
Spá gerð: 25.03.2025 16:02. Gildir til: 26.03.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 650 km SV af Reykjanesi er vaxandi 997 mb lægð á hreyfingu NA, en 300 km NA af Langanesi er 1000 mb lægð, sem hreyfist ANA. Yfir Írlandi er 1027 mb hæðarhryggur á A-leið.
Samantekt gerð: 25.03.2025 19:46.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 3-8 m/s og víða skúrir en slydduél norðantil. Austan og suðaustan 5-13 og rigning sunnantil í nótt en snjókoma norðanlands í fyrramálið.
Gengur í austan og norðaustan 13-20 m/s með rigning eða slyddu norðantil á morgun, en síðar snjókomu, hvassast norðvestantil, en suðlæg átt, 5-13 og rigning syðra. Snýst í vestan 13-18 syðst seint annað kvöld og hvessir enn frekar á Vestfjörðum. Hægt kólnandi veður.
Spá gerð: 25.03.2025 18:35. Gildir til: 27.03.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 5-10 og rigning í nótt. Suðvestan 5-10 og skúrir eftir hádegi en 8-13 annað kvöld. Hiti 4 til 7 stig.
Spá gerð: 25.03.2025 18:36. Gildir til: 27.03.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari austlæg átt sunnan heiða. Víða snjókoma með köflum og vægt frost, en skúrir eða él sunnantil með hita 0 til 6 stig.

Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, víða dálítil snjókoma eða él og frost 1 til 8 stig, en austlægari og frostlaust syðst.

Á laugardag:
Ákveðin austlæg átt og víða snjókoma eða él, en úrkomulítið norðaustanlands. Áfram svalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, víða él og vægt frost.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veður.
Spá gerð: 25.03.2025 20:08. Gildir til: 01.04.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica