Suðlæg eða breytileg átt 3-10 og dálítil væta öðru hverju, hiti 5 til 12 stig. Lægir og léttir til í fyrramálið, en snýst í norðaustan 5-10 síðdegis á morgun með þokubökkum við sjóinn.
Spá gerð: 26.04.2025 09:55. Gildir til: 28.04.2025 00:00.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir, en lengst af þurrt að kalla á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 5-13. Skýjað með köflum og að mestu þurrt, en dálítil væta sunnan- og vestanlands og bætir í rigningu þar um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 8-15 og víða rigning. Hiti 2 til 8 stig. Norðlægari um kvöldið með slyddu, en styttir upp á sunnanverðu landinu.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og dálítil væta, en léttir til austantil. Hiti yfir daginn 4 til 8 stig, en upp í 11 stig á Suðausturlandi.
Á föstudag:
Vestlæg átt og rigning, en úrkomulítið á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig. Snýst í norðlæga átt seinnipartinn, með éljum og kólnandi veðri norðanlands.
Spá gerð: 26.04.2025 08:19. Gildir til: 03.05.2025 12:00.