Austan 8-15, snjókoma og hiti nálægt frostmarki, en suðlægari í nótt með rigningu eða slyddu og hlýnar. Suðvestan 8-15 á morgun, stöku él og kólnar.
Spá gerð: 03.03.2025 21:02. Gildir til: 05.03.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og skýjað að mestu. Él á víð og dreif, en dálítil snjókoma eða slydda á suðaustanverðu landinu seinnipartinn. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en skýjað og dálítil él norðanlands. Hiti um eða undir frostmarki.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnantil. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en él á stöku stað, einkum við ströndina. Áfram frost um allt land.
Á mánudag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Víða bjart veður og frost 2 til 7 stig, en skýjað og hiti um eða yfir frostmarki vestanlands.
Spá gerð: 03.03.2025 20:39. Gildir til: 10.03.2025 12:00.