Snýst í norðan 10-18 með snjókomu, kólnar í veðri. Norðvestan 5-13 og dálítil él á morgun, frost 5 til 13 stig. Lægir undir kvöld, rofar til og herðir á frosti.
Spá gerð: 27.11.2024 21:56. Gildir til: 29.11.2024 00:00.
Á föstudag:
Norðaustan og austan 3-10 m/s og bjart með köflum, en 10-18 og dálítil snjókoma við suðausturströndina. Frost 4 til 20 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Bætir smám saman í vind síðdegis, þykknar upp og dregur úr frosti. Fer að snjóa um kvöldið, en þurrt að kalla á Norðvestur- og Vesturlandi.
Á laugardag:
Norðaustan 13-20, hvassast suðaustantil. Snjókoma á austurhelmingi landsins, og él um landið norðvestanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Frost 0 til 8 stig. Fer að draga úr ofankomu undir kvöld.
Á sunnudag (fullveldisdagurinn):
Minnkandi norðanátt, 3-10 seinnipartinn en 8-15 austantil. Víða él, en þurrt að mestu sunnan heiða. Herðir á frosti, 5 til 18 stig undir kvöld, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10, stöku él og kalt í veðri. Bætir í vind um kvöldið og hlýnar með slyddu eða rigningu sunnanlands.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum. Hiti víða 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og rigning eða slydda, einkum sunnanlands. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 27.11.2024 21:03. Gildir til: 04.12.2024 12:00.