Norðvestan 5-10 m/s og bjart veður sunnan heiða í dag, en súld eða dálítil rigning norðanlands. Lægir og styttir upp í kvöld. Hiti frá 8 stigum við norðurströndina, að 19 stigum á Suðurlandi.
Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun, víða 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Heldur hægari og léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en þykknar upp annað kvöld. Hiti 12 til 20 stig.
Spá gerð: 27.07.2025 09:34. Gildir til: 29.07.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Sunnan 5-13 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á miðvikudag:
Suðvestan 3-10 og skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, skýjað með köflum og líkur á stöku skúrum. Hiti 10 til 17 stig.
Á föstudag:
Suðlæg átt og bjart veður norðan- og austanlands, annars skýjað og dálítil súld öðru hverju. Hiti 12 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu.
Spá gerð: 27.07.2025 08:08. Gildir til: 03.08.2025 12:00.
Austur af landinu er lægð, sem veldur norðangolu eða -kalda á landinu. Norðanáttinni fylgir súld eða dálítil rigning á norðanverðu landinu, en yfirleitt björt sunnan heiða. Á Grænlandshafi er dálítil hæðarhryggur, sem þokast norðaustur og því lægir og rofar til þegar líður á daginn. Við Nýfundnaland er vaxandi lægð, sem hreyfist norður á bóginn og kemur við sögu á morgun.
Mánudagurinn heilsar þó bjartur og þurr um mestallt land, en skil lægðarinnar hreyfist inn á sunnan- og vestanvert landið síðdegis með suðaustanstrekkingi og rigningu. Hægari vindur og áfram þurrt og bjart norðaustanlands. Hlýjast á Norðurlandi þar sem hiti nær sums staðar 20 stigum. Suðlæg átt og víða væta á þriðjudag, en þurrt að kalla og hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 27.07.2025 07:04. Gildir til: 28.07.2025 00:00.
Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.
Lesa meiraViðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.
Lesa meiraÁ 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.
Lesa meiraKarl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.
Lesa meira