Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vestlæg átt 10-18 m/s norðantil í nótt og í fyrramálið með éljagangi og skafrenningi, hvassast á annesjum norðaustantil, en dregur úr vindi síðdegis á morgun. Annars breytileg átt 3-10 og víða dálítil él, en snjókoma með köflum suðaustantil fram eftir degi. Þurrt að mestu suðvestantil. Frost víða 0 til 7 stig yfir daginn.
Vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld við austurströndina með dálítilli snjókomu eða slyddu.
Spá gerð: 29.10.2025 22:16. Gildir til: 31.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Gengur í norðaustan 13-20 m/s, en 20-28 suðaustanlands fram eftir degi. Bætir í vind norðvestast síðdegis. Rigning eða slydda með köflum, en talsverð rigning austantil og á Ströndum. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn.

Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15, en hvassviðri norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum, snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðum, en talsverð rigning suðvestantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 norðvestantil, en annars hægari. Víða snjókoma eða slydda, einkum á norðvestanverðu landinu. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og víða rigning eða slydda en snjókoma norðvestantil. Hiti 1-8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, einkum sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu austantil. Heldur svalara.
Spá gerð: 29.10.2025 20:52. Gildir til: 05.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í kvöld verður vestlæg átt 10-18 m/s á norðanverðu landinu með éljum og skafrenningi. Búast má við lélegum skyggni og efiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum. Hægari og lengst af þurrt í öðrum landshlutum, en dálítil snjókoma austast í fyrstu. Kólnar víða í kvöld og nótt.

Dregur hægt úr vindi á morgun, en áfram éljagangur fyrir norðan. Bjart að mestu sunnan heiða, en dálítil snjókoma af og til suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig yfir daginn.

Á föstudag gengur í norðaustan 13-20, en allt að 25 m/s á Suðausturlandi. Snjókoma og slydda víða um land, en síðar einnig rigning. Útlit fyrir talsverða úrkomu á austan- og suðaustanverðu landinu. Þar sem snjóað hefur síðustu daga má búast við töluverðri hláku og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum.
Spá gerð: 29.10.2025 14:57. Gildir til: 31.10.2025 00:00.


Fróðleiksgreinar

Spáforsíða

Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.

Lesa meira

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Lesa meira

Jólasnjór í Reykjavík

Á 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.

Lesa meira

Tíðavísur úr Flatey

Karl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.

Lesa meira






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica