Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 13-18 m/s norðvestantil og 15-20 m/s syðst á landinu, annars hægari vindur. Dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Heldur hægari á morgun, annars svipað veður.
Spá gerð: 07.12.2025 21:10. Gildir til: 09.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands. Hiti 1 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Norðaustan 10-15 og él, en þurrt á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 2 til 6 stig, en nærri frostmarki norðaustantil.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og dálítil él norðan- og austanlands, en rigning eða slydda við suðurströndina. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Norðaustanátt og fremur úrkomusamt, einkum um landið norðan- og austanvert. Hiti svipaður áfram.

Á laugardag:
Austlæg átt og víða þurrt. Hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:
Austanátt og úrkoma í flestum landshlutum. Heldur hlýrra.
Spá gerð: 07.12.2025 20:20. Gildir til: 14.12.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Allhvass vindur norðvestantil í kvöld og hvassviðri syðst á landinu, en hægari annars staðar. Rigning eða slydda, einkum á Austfjörðum en að mestu þurrt vestanlands.

Svipað veður á morgun, en dregur aðeins úr vindi. Á þriðjudag bætir síðan í úrkomu á austanverðu landinu.
Spá gerð: 07.12.2025 15:30. Gildir til: 09.12.2025 00:00.


Fróðleiksgreinar

Spáforsíða

Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.

Lesa meira

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Lesa meira

Jólasnjór í Reykjavík

Á 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.

Lesa meira

Tíðavísur úr Flatey

Karl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.

Lesa meira






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica