Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Þokuloft eða súld á norðanverðu landinu, en styttir upp á morgun. Þurrt að kalla sunnantil, en dálítil væta þar síðdegis. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 17.08.2025 21:22. Gildir til: 19.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag:
Norðvestan 5-10 m/s með norðausturströndinni, en annars hægviðri. Yfirleitt léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hita 12 til 18 stig.

Á fimmtudag:
Hægviðri, skýjað og dálítil væta á víð og dreif, en bjart að mestu fyrir austan. Hiti 12 til 17 stig.

Á föstudag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning á sunnan- og vestanverðu landinu, en hægari og þurrt að kalla norðan- og austantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Suðlæg átt og dálítil rigning eða súld, en bjart að mestu norðanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt. Rigning víða um land, einkum sunnantil, en léttskýjað norðaustantil. Hlýtt í veðri.
Spá gerð: 17.08.2025 20:05. Gildir til: 24.08.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil hæð er yfir Skotalandi og dálítið lægðardrag á Grænlandssundi. Sameinginlega valda þessi kerfi suðvestankalda eða -strekkingi með með vætu víða um land, en þurrivðiri og björtu suðaustantil. Dregur smám saman úr vindi með kvöldinu. Hlýtt í veðri, með hita að 22 stigum eystra.

Á morgun snýst í hæga norðlæga eða breytileg átt með súld á norðanverðu landinu, en styttir upp síðdegis. Skýjað og þurrt að kalla á sunnanverðu landinu, en líkur á stöku síðdegisskúrum og kólnar heldur í veðri.

Dagana þar á efti er spáð hægum vindum, að mestu þurru og fremu mildu veðri.
Spá gerð: 17.08.2025 15:07. Gildir til: 19.08.2025 00:00.


Fróðleiksgreinar

Spáforsíða

Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.

Lesa meira

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar

Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.

Lesa meira

Jólasnjór í Reykjavík

Á 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.

Lesa meira

Tíðavísur úr Flatey

Karl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.

Lesa meira






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica