Snýst í suðvestan og sunnan 8-15 m/s í dag með skúrum. Rigning austast fram eftir morgni, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi seinnipartinn. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil. Lægir í kvöld.
Gengur í austan og norðaustan 5-15 á morgun og fer að rigna allvíða, hvassast syðst. Dregur úr vætu norðaustanlands síðdegis, og vestantil annað kvöld. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.
Spá gerð: 09.09.2025 10:39. Gildir til: 11.09.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Norðaustan og austan 8-15 og dálítil væta með köflum, en samfelld úrkoma syðst fram yfir hádegi. Rigning norðan- og austanlands um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, mildast suðvestantil.
Á föstudag:
Norðan 10-15 m/s. Rigning eða súld norðan- og austanlands og hiti 6 til 10 stig, en úrkomulítið sunnanlands með hita 10 til 16 stig yfir daginn.
Á laugardag:
Norðaustanátt og rigning með köflum, einkum norðvestantil en skúrir um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á sunnudag:
Norðaustan- og austanátt 5-13 m/s. Rigning um sunnanvert landið en skúrir norðanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á mánudag:
Norðaustan- og norðanátt og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
Spá gerð: 09.09.2025 08:38. Gildir til: 16.09.2025 12:00.
Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu hjá okkur síðustu daga er nú skammt norðvestur af landinu og fjarlægist smám saman. Í dag beinir hún til okkar suðvestan- og sunnanátt, víða kaldi eða stinningskaldi og skúrir, en heldur hvassara og samfelld rigning austast á landinu fram eftir morgni. Seinnipartinn styttir svo upp á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil. Hægari vindur í kvöld.
Á morgun ganga næstu skil vestur yfir landið. Þá gengur í austan og norðaustan 5-13 m/s og fer að rigna í flestum landshlutum, fyrst um landið austanvert. Eftir að skilin ganga yfir dregur úr vætu, en það gerist síðdegis á norðausturhluta landins og annað kvöld vestantil. Hiti 8 til 14 stig.
Á fimmtudag er svo útlit fyrir áframhaldandi austan- og norðaustanátt með vætu um landið austanvert, en lengst af þurrt og milt suðvestanlands.
Spá gerð: 09.09.2025 06:42. Gildir til: 10.09.2025 00:00.
Stutt lýsing á kortum og staðarspám á spáforsíðu.
Lesa meiraViðvörunarkerfi Veðurstofunnar byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol) og er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Útgefin skeyti eru á stöðluðu formi sem samræmir alla miðlun viðvarana yfir mismundandi samskiptaleiðir og miðla. Hvert CAP skeyti inniheldur upplýsingar um þá náttúruvá sem varað er við, landshlutann sem viðvörunin nær til, gildistíma og mat á því hversu mikil áhrif umrædd vá getur haft á samfélagið.
Lesa meiraÁ 95 ára tímabili frá 1921 til 2015 voru 43 jóladagar hvítir í Reykjavík. Hér má finna lista um snjódýpt og snjóhulu á jóladagsmorgunn í Reykjavík. Örfá ár vantar inn í listann.
Lesa meiraKarl Guðbrandsson símstöðvarstjóri í Flatey var veðurathugunarmaður þar á árunum 1966 til 1971. Fyrir kom að hann sendi kviðlinga með veðurskýrslunum og þar á meðal tíðavísurnar hér að neðan.
Lesa meira