Greinar

Leiðbeiningar með Atlantshafsspám

Veðurstofa Íslands 27.3.2007

Gott að hafa í huga

  • Spákort fyrir Atlantshaf eru sjálfvirkar veðurspár sem eru búnar til með tölvulíkani.
  • Skoðið einnig textapsár í stað þess að treysta eingöngu á sjálfvirku spárnar (textaspár fyrir Atlantshafið má m.a. finna undir Sjóveðri).
  • Hafið í huga að líklegar er að spár stutt fram í tímann gangi eftir frekar en spár langt fram í tímann.

Spákort fyrir Atlantshaf

  • Svartar samfelldar línur sýna loftþrýsting við yfirborð í mb, 1 mb = 1 hPa hektoPascal
  • Rauðar, fjólubláar og bláar línur sýna hita í 2 m hæð frá yfirborði. Rauð lína sýnir hita yfir 0°C,  fjólublá lína sýnir hita við 0°C, bláar línur merkja frost.
  • Vindörvar. Vindurinn er gefinn upp í metrum á sekúndu (m/s) og er sýndur með vindfjöðrum.
  • Vindáttin er sýnd með stilk fjöðurinnar, vindur blæs frá skástrikunum eftir stilknum. 
  • Vindhraðinn er táknaður með skástrikum, langt strik táknar 5 m/s, stutt strik 2,5 m/s og þríhyrningur táknar 25 m/s.

 

Vindörvar eru sýndar sem vindfjaðrir eða sem vindvigrar.

Hitaspá:

  • Kortið sýnir hitadreifingu á Atlantshafinu í selsíusgráðum (°C) í um 1500 m hæð yfir sjávarmáli (eða í 850 hPa hæð).
  • Hitinn í þessari hæð gefur innsýn inn í aðstreymi af hlýju eða köldu lofti.
  • Skalinn (neðst á myndinni) breytist eftir því hvernig hitaspáin breytist.

Úrkomuspá:

  • Kortið sýnir spá fyrir uppsafnað magn úrkomu yfir 6 klukkustunda tímabil.
  • Litaskalinn sýnir magn úrkomunnar, allt frá lítilli úrkomu frá 0,5 mm/6 klst (ljósgrænn litur) að mikilli úrkomu 30 mm/6 klst (fjólublár).
  • Loftþrýstingur við yfirborð í mb (1 mb = 1 hPa hektoPascal) er einnig sýndur.

Sleðinn fyrir neðan kortin er notaður til að skipta um gildistíma

Mögulegt er að skipta um gildistíma á marga vegu:

  • Hægt er að styðja hvar sem er á sleðann.
  • Hægt er að styðja á dagana fyrir ofan sleðann til að skoða hádegisspá fyrir viðkomandi dag.
  • Hægt er að styðja á tímann fyrir neðan sleðann.
  • Hægt er að styðja á pílurnar báðum megin við sleðann til að skoða fyrri eða næsta gildistíma.
  • Hægt er nota vinstri og hægri örvahnappana á lyklaborðinu til að skoða fyrri eða næsta gildistíma.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica