Greinar
Leiðbeiningar með skýjahuluspám
Skýjahuluspákort
- Á fyrsta kortinu má sjá mælingar á skýjahulu á nokkrum stöðum á landinu, ásamt upplýsingum um skýjategund og lægstu skýjahæð (sjá eftirfarandi skýringarmynd). Þessar upplýsingar geta nýst vel til að meta gæði spánnar.
- Skýjahuluathuganir eru gerðar á 3 klst. fresti á nokkrum stöðum á landinu. Nýjasta athugunin sést á kortinu.
- Þegar kortin fram í tímann eru skoðuð sést eingöngu skýjahuluspáin en athuganir sjást ekki.
- Skýjahuluspár birtast sem mislitir flekar yfir landinu. Kortin sýna spár um skýjahulu yfir landinu í áttunduhlutum.
- 0/8 merkir að það er heiðskírt, 4/8 merkir að það sé hálfskýjað og 8/8 að það sé alskýjað.
- Spá um heildarskýjahulu er sýnd, ásamt spá fyrir lágský og miðský.
- Á Íslandi og löndum á svipaðri breiddargráðu og norðar ná lágský frá yfirborði í allt að 2 km hæð, og miðský geta verið frá 2 km hæð í um 4 km hæð. Þriðja skýjategundin, sem ekki er sýnd á sérstöku korti (upplýsingar koma þó fram á spánni um heildarskýjahulu) eru háský, en þau geta náð frá 3 km hæð að 8 km hæð.
-
Í töflu 1 má sá hvernig skýjahulan er sýnd í áttunduhlutum.
-
Tafla 2 sýnir tegund skýjanna, hvaða lágský, miðský og háský sjást.
-
Í töflu 3 sjást upplýsingar um lægstu skýjahæð sem mæld er en þær upplýsingar eru gefnar upp með tölustöfunum 0 til 9.
Tafla 1
Tafla 2
Tafla 3