Greinar

Vindhraði

Baldur Ragnarsson 10.8.2006

Umreikningur vindhraða

Hér má umreikna vindhraða milli mælieininga. Sláðu inn tölu í einhvern textareit og smelltu síðan með músarhnappi utan hans. Vinsamlegast athugaðu að vindstig eru á talnabilinu 0-12.


Vindstig:

m/s:

km/klst:

hnútar:

Vindstig eru talnabil í öðrum mælieiningum. Ef tala er slegin inn í vindstigareit sýna aðrir reitir miðgildi vindstigs í viðkomandi mælieiningu, námundað að heilli tölu. Ef tala er slegin inn í aðra reiti sýnir vindstigareiturinn námundað vindstigagildi. Námundunin skekkir nákvæmni útreikninganna. Myndin til hægri sýnir lauslega samhengið milli m/s og nokkurra vindstigagilda.

Forsendur útreikninganna í reitunum að ofan eru:

  • Jafnan: V = 0,836B3/2 þar sem V er vindhraði í metrum á sekúndu og B er vindstigagildi á Beaufort-kvarðanum.
  • 1 m/s = 3,6 km/klst = 1,944 hnútar.

Hér að neðan er ítarlegir tafla með samanburði á vindstigum, meðalvindhraða og miðgildi meðalvindhraða í m/sek, hnútum og km/klst.

Aftur upp

Vindhraðaflokkun

Til þess að auðvelda skilning á vindhraðaeingunni m/s má notast við eftirfarandi töflu:

   

Vindhraði í m/s  Lýsing
<5 Mjög hægur vindur
5-10 Fremur hægur vindur
10-20 Talsverður vindur
20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér
>30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu, hættulegt


Aftur upp

Samanburður við vindstigatöfluna 

Veðurhæð*

Meðalvindhraði**

Miðgildi meðalvindhraða

Vindstig Heiti

m/s

km/klst

hnútar

m/s

km/klst

hnútar

0 Logn

0-0,2

< 1

< 1

0,0

0,0

0,0

1 Andvari

0,3-1,5

1-5

1-3

0,8

3,0

1,6

2 Kul

1,6-3,3

6-11

4-6

2,4

8,5

4,6

3 Gola

3,4-5,4

12-19

7-10

4,3

15,6

8,4

4 Stinningsgola (blástur)

5,5-7,9

20-28

11-16

6,7

24,1

13,0

5 Kaldi

8,0-10,7

29-38

17-21

9,3

33,6

18,2

6 Stinningskaldi (strekkingur)

10,8-13,8

39-49

22-27

12,3

44,2

23,9

7 Allhvass vindur (allhvasst)

13,9-17,1

50-61

28-33

15,5

55,7

30,1

8 Hvassviðri (hvasst)

17,2-20,7

62-74

34-40

18,9

68,1

36,8

9 Stormur

20,8-24,4

75-88

41-47

22,6

81,3

43,9

10 Rok

24,5-28,4

89-102

48-55

26,4

95,2

51,4

11 Ofsaveður

28,5-32,6

103-117

56-63

30,5

109,8

59,3

12 Fárviðri

>= 32,7

>= 118

>= 64

...

...

...


  • *Veðurhæð uppgefin í vindstigum er ekki hlutlæg mæling á vindhraða heldur huglægt mat á styrk vinds miðað við áhrif hans á umhverfið.
  • **Vindstigahugtakið grundvallast á meðaláhrifum vinds og hefur verið stuðst við 10 mínútna tímeiningu. Raunverulegur vindhraði er hins vegar mjög breytilegur á þeim tíma.
  • Vindhviður mælast þannig alls ekki með vindstigakvarðanum. Vindur er nú yfirleitt mældur með vindmælum sem mæla augnabliksvindhraða hverju sinni, þ.e. vindhviður, sem bæði eru oft langt frá 10 mínútna meðalvindhraða og hafa alls enga skírskotun til vindstigakvarðans.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica