Greinar
Öskufall á veðurstöðvum
Tilkynningar frá veðurathugunarmönnum
Í töflunni eru tilkynningar frá veðurathugunarmönnum um öskufall á veðurstöðvum. Einnig má skoða leiðbeiningar um söfnun ösku.
STÖÐ |
TÍMI |
ATHUGASEMD |
|
---|---|---|---|
Hæll | 20.5.2010 18:00 | Smá gjóska með rigningunni | |
Hjarðarland | 19.5.2010 18:00 | Smávegis af ösku kemur enn með regni | |
Hæll | 19.5.2010 18:00 | Gosaska var í úrkomumæli, hefur sest á rúður og bíla | |
Hæll | 19.5.2010 12:00 |
Viðvarandi öskufall með rigningu |
|
Hjarðarland | 19.5.2010 09:00 | Einhver aska kemur með regni, meira heldur en í gærmorgun | |
Grímsstaðir | 18.5.2010 18:00 | Ösku varð vart fyrripartinn í dag á diski. Hægt var að skrifa með fingri í öskuna sem var ljós | |
Hjarðarland | 18.5.2010 18:00 | Smá öskubrák sést á hvítum diski, kemur með regni | |
Miðfjarðarnes | 18.5.2010 18:00 | Vart varð við öskufall í dag | |
Reykjavík | 18.5.2010 18:00 | Öskufalls varð vart milli kl. 15:00 og 17:30 | |
Stórhöfði | 18.5.2010 12:00 | Mikill rykmökkur hylur Eyjafjöll frá sjávarmáli í um 1500 m hæð | |
Grímsstaðir | 18.5.2010 09:00 | Mistur í lofti, sennilega aska | |
Hæll | 18.5.2010 09:00 | Örlítið öskufall síðan kl. 18 í gær | |
Kirkjubæjarklaustur | 18.5.2010 00:00 | Öskufall hætt, dökkt öskuský í norðaustri frá stöðinni | |
Kirkjubæjarklaustur | 17.5.2010 21:00 | Talsvert öskufall, mjög dökk á litinn, maður finnur fyrir óþægindum í augum úti, öskufallið byrjaði um kl. 20:00 | |
Hjarðarland | 17.5.2010 18:00 | Örlítið (skán á hvítum diski) kemur enn af ösku með regni | |
Stórhöfði | 17.5.2010 12:00 | Örlítið öskufall með skúrum í gærkvöldi | |
Hjarðarland | 17.5.2010 09:00 | Lítilsháttar ösku varð vart eftir nóttina | |
Hæll | 17.5.2010 09:00 | Öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 17.5.2010 09:00 | Öskufall sem mældist frá kl. 09:00 til 13.30 í gær var um 1 mm | |
Stórhöfði | 16.5.2010 12:00 | Aska í öskusöfnunarbakka V.Í. frá kl. 20 14.05. til kl. 20 15.05. var 97 g | |
Vatnsskarðshólar | 16.5.2010 09:00 | Öskufall í alla nótt síðan kl. 23 í gærkvöldi - um 3 mm | |
Vík í Mýrdal | 16.5.2010 09:00 | Öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 16.5.2010 06:00 | Öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 16.5.2010 00:00 | Öskufall byrjaði um kl. 23 í kvöld | |
Stórhöfði | 15.5.2010 21:00 | Öskufalli virðist lokið að sinni. Öskurykbakkinn er farinn langt austur fyrir Vestmannaeyjar | |
Stórhöfði | 15.5.2010 18:00 | Gosrykmistur hefur legið yfir Vestmannaeyjum siðdegis Lítur út eins og hefðbundið Vestmannaeyskt rykmistur | |
Stórhöfði | 15.5.2010 15:00 | Öskumistur liggur yfir Heimaey án þess að hægt sé að greina öskufall. Rétt norðaustan og austan við Heimaey er þungbúinn öskurykmökkur | |
Stórhöfði | 15.5.2010 12:00 | Þétt öskufall síðustu 2 klst. Aska í öskusöfnunarbakka V.Í. í gær til kl. 20 var 51 g | |
Stórhöfði | 15.5.2010 09:00 | Rykmökkur er kringum Heimaey, þó mest austan megin. Varla teljandi öskufall eftir kl. 06:00 | |
Vík í Mýrdal | 15.5.2010 09:00 | Ekki öskufall en smávegis í nótt | |
Stórhöfði | 15.5.2010 06:00 | Öskufall hófst aftur eftir kl. 4 í nótt á Stórhöfða. Og er enn á ath-tíma kl. 06. 1 km skyggni í allar áttir. Sést til himins beint fyrir ofan athugunarstað | |
Stórhöfði | 15.5.2010 03:00 | Öskufall á Stórhöfða kl.1:30 - 2:30. Öskuský er á ath.tíma rétt norðan og vestan við Heimaey | |
Stórhöfði | 15.5.2010 00:00 | Mjög mikið dökkt gosský er núna á miðnætti rétt austan við Heimaey og virðist stefna til vesturs | |
Stórhöfði | 14.5.2010 21:00 | Öskuský fór yfir Stórhöfðann til suðausturs milli kl. 19 og 20 með öskufalli | |
Stórhöfði | 14.5.2010 18:00 | Öskuský hefur aukist aftur. Er núna yfir nyrsta hluta Heimaeyjar og vestan við Stórhöfða. Sést vel til austurs | |
Stórhöfði | 14.5.2010 15:00 | Öskufall á Stórhöfða hófst kl. 14:50 en nyrst á Heimaey hófst það um kl. 14:10. | |
Keflavíkurflugvöllur | 14.5.2010 12:00 | Öskufalls hefur orðið vart í morgun | |
Vatnsskarðshólar | 14.5.2010 00:00 | Öskufall síðdegis og í kvöld | |
Stórhöfði | 13.5.2010 12:00 | Dimmt yfir Austur-Eyjafjöllum. Eyjafjallajökull aftur hvítur vestantil | |
Vík í Mýrdal | 13.5.2010 09:00 | Ekki öskufall nú, en eitthvað í nótt | |
Vatnsskarðshólar | 13.5.2010 06:00 | Öskufall í nótt. Grátt yfir öllu | |
Vík í Mýrdal | 12.5.2010 21:00 | Ekki öskufall núna | |
Vík í Mýrdal | 12.5.2010 18:00 | Nokkuð öskufall núna, en lítið sem ekkert í dag, þó að oft væri stutt í öskuský | |
Kirkjubæjarklaustur | 12.5.2010 09:00 | Talsvert öskufall í nótt, mest undir morgun | |
Vatnsskarðshólar | 12.5.2010 09:00 | Í gær var öskufall alls um 2 mm | |
Kirkjubæjarklaustur | 11.5.2010 21:00 | Töluvert öskumistur, ekki mikið öskufall | |
Vík í Mýrdal | 11.5.2010 21:00 | Öskufall | |
Stórhöfði | 11.5.2010 18:00 | Í dag kom í ljós að það hefur fallið rykaska í gærkveldi milli kl. 22 og 23 | |
Vík í Mýrdal | 11.5.2010 18:00 | Talsvert öskufall eftir kl.17, mikið öskumistur | |
Vatnsskarðshólar | 11.5.2010 15:00 | Öskufall | |
Stórhöfði | 11.5.2010 00:00 | Drunur frá eldgosinu heyrðust í dag (mánudag) | |
Vatnsskarðshólar | 11.5.2010 00:00 | Miklar drunur heyrast frá jöklinum | |
Stórhöfði | 9.5.2010 15:00 | Miklar drunur heyrðust frá Eyjafjallajökli kl. 06 í morgun | |
Vatnsskarðshólar | 9.5.2010 15:00 | Miklar drunur frá jöklinum | |
Stórhöfði | 9.5.2010 12:00 | Drunur heyrast öðru hvoru. Stundum þungar. | |
Vatnsskarðshólar | 9.5.2010 09:00 | Erfitt að mæla öskufallið síðan í gærmorgun, það hefur fokið mikið til u.þ.b. 2 mm | |
Vatnsskarðshólar | 9.5.2010 00:00 | Aðeins öskufall og fjúk í kvöld | |
Vík í Mýrdal | 8.5.2010 21:00 | Öskufok frekar en fall | |
Vatnsskarðshólar | 8.5.2010 18:00 | Öskufall og öskufjúk í dag | |
Vík í Mýrdal | 8.5.2010 18:00 | Mikið rykmistur í lofti en ekki greinanlegt öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 8.5.2010 15:00 | Öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 8.5.2010 12:00 | Aðeins öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 8.5.2010 09:00 | Öskufall síðasta sólarhring um 2 mm. | |
Vík í Mýrdal | 8.5.2010 09:00 | Lítilsháttar öskufall | |
Vík í Mýrdal | 7.5.2010 21:00 | ekki öskufall og lítið rykmistur. | |
Vík í Mýrdal | 7.5.2010 18:00 | Mikið rykmistur í lofti, ekki greinanlegt öskufall núna. | |
Vatnsskarðshólar | 7.5.2010 12:00 | Áfram öskufall hér á svæðinu | |
Vík í Mýrdal | 7.5.2010 09:00 | Öskufall, lítið núna en talsvert í nótt, allt grátt yfir að líta | |
Vatnsskarðshólar | 7.5.2010 06:00 | Aðeins öskufall í nótt, mikið rykmistur, erfitt að greina ský og skýjahulu | |
Vatnsskarðshólar | 7.5.2010 00:00 | Búið að vera öskufall hér í kvöld | |
Vík í Mýrdal | 6.5.2010 21:00 | Öskufall lítilsháttar | |
Vík í Mýrdal | 6.5.2010 18:00 | Ekki öskufall, en mistur í lofti | |
Vík í Mýrdal | 6.5.2010 09:00 | Ekki öskufall núna en lítilsháttar í gærkvöldi | |
Vík í Mýrdal | 5.5.2010 21:00 | Ekki öskufall | |
Vík í Mýrdal | 5.5.2010 18:00 | Öskufall frá kl.10 í morgun og fram yfir hádegið, öskumistur og fok | |
Vík í Mýrdal | 5.5.2010 09:00 | Ekki öskufall en öskuský sjáanlegt | |
Vík í Mýrdal | 4.5.2010 21:00 | Ekki öskufall | |
Vík í Mýrdal | 4.5.2010 18:00 | Ekkert öskufall | |
Kirkjubæjarklaustur | 4.5.2010 15:00 | Lítilsháttar öskufall síðastliðna nótt, grátt á bílrúðum og bílum og einnig á öskudiski | |
Vatnsskarðshólar | 4.5.2010 09:00 | Smávegis aska fallið í nótt. Ekki mælanleg | |
Vík í Mýrdal | 4.5.2010 09:00 | Ekkert öskufall | |
Vatnsskarðshólar | 2.5.2010 09:00 | Aska í loftinu svipað og í gær 1. mm. öskulag yfir | |
Vatnsskarðshólar | 1.5.2010 15:00 | Lítið öskufall hér áfram, svíður í augu útivið | |
Vatnsskarðshólar | 1.5.2010 15:00 | Lítið öskufall hér | |
Vatnsskarðshólar | 1.5.2010 09:00 | Askan sem féll í gærkvöld er ekki mælanleg en dekkri og grófari en áður | |
Vík í Mýrdal | 1.5.2010 09:00 | Ekki öskufall. Sáum mjög greinilegan gosmökk í NV um kl.8:30 | |
Vatnsskarðshólar | 1.5.2010 00:00 | Aðeins hefur orðið vart við öskufall hér í kvöld | |
Vík í Mýrdal | 30.4.2010 21:00 | lítilsháttar öskufall síðan kl.18:30 | |
Keflavíkurflugvöllur | 25.4.2010 09:00 | minniháttar öskufall | |
Hæll | 24.4.2010 09:00 | smá öskufall kl.12 í gærkvöldi | |
Vík í Mýrdal | 21.4.2010 21:00 | Lítið um drunur í dag og ekkert öskufall | |
Stórhöfði | 21.4.2010 15:00 | Ítrekun. Öskufalls varð vart hér samanber 17.4. kl 12. Úr öskubakka V.Í. (22 x 35 cm) safnaðist u.þ.b. 1 teskeið. Sýnið varðveitt | |
Stórhöfði | 21.4.2010 12:00 | Öskumistur yfir Eyjafjallasveit virðist hafa verið að aukast, einkum eftir skot kl 10:12 | |
Vík í Mýrdal | 21.4.2010 09:00 | Ekkert öskufall, slydda og snjór hafa hreinsað loftið | |
Vík í Mýrdal | 20.4.2010 21:00 | Ekki öskufall, rykmistur. Drunur og dynkir af og til | |
Kirkjubæjarklaustur | 20.4.2010 18:00 | Lítilsháttar öskufall, mistrið hylur alla sýn til skýja | |
Vík í Mýrdal | 20.4.2010 18:00 | Ekki öskufall,rykmistur í lofti, miklar drunur heyrast af og til í dag | |
Stórhöfði | 20.4.2010 12:00 | Kl 3 sást til gosstaðar. Þá talsvert neistaflug með köflum. Tveir hlunkar skutust samtímis mjög hátt sem neyðarblys. Nú sést ekki þangað vegna misturs | |
Vík í Mýrdal | 19.4.2010 21:00 | Ekki öskufall, mistur | |
Vík í Mýrdal | 19.4.2010 18:00 | ekki öskufall. rykmistur(ösku) í lofti | |
Vatnsskarðshólar | 19.4.2010 15:00 | Stöðugar þungar drunur hafa heyrst í allan dag frá jöklinum eftir að vind lægði | |
Stórhöfði | 19.4.2010 12:00 | Mistur í morgun að sjá sem hefðbundið rykmistur. Öskumistur langt í A átt (20 - 30 km) en nær langt til hafs | |
Vatnsskarðshólar | 19.4.2010 09:00 | Mikið rykmistur í alla nótt. smá öskufall núna. erfitt að mæla það | |
Vík í Mýrdal | 19.4.2010 09:00 | Ekki öskufall, en mikið öskurykmistur | |
Vík í Mýrdal | 18.4.2010 21:00 | Ekki öskufall | |
Vík í Mýrdal | 18.4.2010 18:00 | Ekkert öskufall núna, en smávegis í morgun | |
Stórhöfði | 18.4.2010 kl.12 | Loftflæði í mæli Prosperos úr 2,2 um hádegi í gær í 1,8 um hádegi í dag. Sennilega ekkert svifryk eftir kl 18 í gær | |
Vatnsskarðshólar | 18.4.2010 kl.09 | Öskufall um 2 mm | |
Vík í Mýrdal | 18.4.2010 kl.06 | Öskufall í nótt og í morgun, þó ekki núna | |
Vatnsskarðshólar | 18.4.2010 kl.06 | Öskufall nú og í nótt ásamt slydduéli nú í morgun | |
Vík í Mýrdal | 17.4.2010 kl.21 | Ekkert öskufall | |
Vík í Mýrdal | 17.4.2010 kl.18 | Ekkert öskufall síðan í nótt | |
Höfn | 17.4.2010 kl.12 | Örlítil aska á disk | |
Stórhöfði | 17.4.2010 kl.12 | Dimmt í lofti og öskuvottur í "öskubakka". Loftflæði í mengunarmæli Prosperos úr 2,2 um hádegi í gær í 1,6 um hádegi í dag | |
Hæll | 17.4.2010 kl.09 | Sást mikil ljósdýrð frá gosi í gærkveldi ca. 23.00 | |
Vatnsskarðshólar | 17.4.2010 kl.09 | Öskufall 3 mm, Askan farin að fjúka til | |
Vík í Mýrdal | 17.4.2010 kl.09 | Ekki öskufall, mikið mistur í lofti. Öskufall var hér fram á nótt | |
Vatnsskarðshólar | 17.4.2010 kl.06 | Búið að vera stöðugt öskufall í nótt og allt grátt yfir að líta | |
Vatnsskarðshólar | 17.4.2010 kl.00 | Töluverð slikja af öskufalli yfir öllu hér. Sést ekkert til himins eða skýja | |
Vatnsskarðshólar | 16.4.2010 kl.21 | Öskufall með hléum síðan um kl. 17.40 þunn öskuslikja yfir öllu | |
Vík í Mýrdal | 16.4.2010 kl.21 | Öskufall hóst kl.19:35 lítils háttar, hefur aukist , 1/2-1mm á diski , vaxandi, grámóða á að líta | |
Höfn | 16.4.2010 kl.18 | Örlítil aska, aðeins meiri enn kl. 15.00 | |
Kirkjubæjar-klaustur | 16.4.2010 kl.18 | Öskumökkur, mjó rönd, sjáanleg töluvert hátt á lofti í suðri,færist til austurs, ekkert öskufall á Klaustri | |
Vík í Mýrdal | 16.4.2010 kl.18 | Ekkert öskufall ennþá | |
Höfn | 16.4.2010 kl.15 | Örlítil aska merkjanleg á disk | |
Höfn | 16.4.2010 kl.12 | Örlítill merkjanlegur öskulitur á servíettu eftir strok af diski | |
Höfn | 16.4.2010 kl.09 | Engin aska mælst á diskum í nótt né núna kl; 9.00 | |
Höfn | 16.4.2010 kl.00 | Örsmár öskugrár litur á hvítri servíettu sem var strokið yfir diskana úti | |
Höfn | 15.4.2010 kl.21 | Örlítill öskugrár litur kom á smáblett á hvíta servíettu þegar ég strauk af diskunum úti | |
Kirkjubæjar-klaustur | 15.4.2010 kl.18 | Gjóskumistur hefur minnkað gjóskubakkinn er að mestu horfin öskufall lítið núna | |
Höfn | 15.4.2010 kl.18 | Örlítil aska sést á hvítum diski | |
Kirkjubæjar-klaustur | 15.4.2010 kl.15 | Gjóskumistur hamlar sýn til skýja mikill gráleitur bakki er að leggjast yfir og öskufall er byrjað | |
Vatnsskarðshólar | 15.4.2010 kl.09 | Öskufall er svipað að sjá og í morgun en nær. Ekkert enn hér | |
Vatnsskarðshólar | 15.4.2010 kl.06 | Ekkert öskufall hér, en sést greinilega inn á heiðarlöndum Mýrdalsins | |
Höfn | 15.4.2010 kl.00 | Örfín og mjög fá öskukorn á hvítum diskum sem eru búnir að vera úti síðan fyrir hádegi, sem hafa ekki sést fyrr | |
Stórhöfði | 14.4.2010 kl.12 | Mikill hvítur gosmökkur sjáanlegur öðru hverju í NA átt. (Bak við ský annars) |