Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 10-18 m/s, hvassast norðan- og vestantil. Talsverð eða mikil rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu.
Dregur smám saman úr úrkomu á morgun, víða dálítil væta seinnipartinn, en bjartviðri norðaustantil.
Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 31.08.2024 21:43. Gildir til: 02.09.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og víða dálítil væta með köflum. Hiti 10 til 16 stig.

Á þriðjudag:
Norðvestan 3-10 og dálítil væta norðaustantil, en lengst af bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 15 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 og rigning, en bjart með köflum og úrkomulítið fyrir austan. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, skýjað og stöku skúrir, en þurrt og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 14 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðlæga átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 31.08.2024 20:30. Gildir til: 07.09.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Allmikil lægð á Grænlandshafi í samvinnu við hæð á Norðursjó beina til okkar hlýju og röku lofti úr suðri.
Ákveðin sunnan- og suðaustlæg átt með rigningu, talsverð eða mikil úrkoma um tíma sunnan- og vestanlands. Auknar líkur aur- og grjótskriðum og vatnavöxtum í ám á þeim slóðum. Hvasst og hviðótt á norðanverðu Snæfellsnesi og Norðurlandi og því víða varasamt ferðaveður. Yfirleitt úrkomulítið á Norðausturlandi og getur hiti farið yfir 20 stig.

Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun, en rignir áfram á Suðausturlandi framan af. Bjart og hlýtt um landið norðaustanvert, en þar bætir heldur í vind.
Spá gerð: 31.08.2024 15:44. Gildir til: 01.09.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica