Austan og norðaustan 10-18 m/s á morgun og rigning, en slydda eða snjókoma í innsveitum og á heiðum á norðurhelmingi landsins. Mun hægari sunnan- og austanlands annað kvöld og úrkomuminna. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 22.02.2025 21:50. Gildir til: 24.02.2025 00:00.
Á mánudag:
Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum á norðanverðu landinu, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Kólnandi veður, allvíða vægt frost um kvöldið.
Á þriðjudag:
Breytileg átt 3-8 og dálítil él í flestum landshlutum. Frost víða 0 til 4 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg átt og él, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Frost 0 til 7 stig, kaldast norðaustanlands.
Á föstudag:
Hvöss suðaustanátt með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri.
Á laugardag:
Stíf sunnanátt og úrkomusamt, einkum á sunnanverðu landinu.
Spá gerð: 22.02.2025 21:05. Gildir til: 01.03.2025 12:00.