Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-15 m/s sunnanlands og snjókoma með köflum, en gengur í austan 13-20 syðst í kvöld. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi og lítilsháttar él.

Dregur úr vindi á morgun og styttir upp eftir hádegi, en áfram dálítil él norðan- og austanlands. Frost 4 til 19 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 30.12.2024 15:46. Gildir til: 01.01.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en stöku él norðaustantil. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp vestanlands undir kvöld.

Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt suðaustantil. Hægari seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig, kaldast austanlands.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Snýst í norðlæga átt með lítilsháttar éljum, en léttir til sunnan heiða. Herðir á frosti.

Á sunnudag:
Köld norðanátt og él, en úrkomulítið sunnantil.
Spá gerð: 30.12.2024 08:33. Gildir til: 06.01.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Snjókomubakkinn sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í morgun er nú yfir Suðausturlandi. Í kvöld þokast hann til vesturs og það hvessir syðst á landinu, austan hvassviðri þar undir miðnætti og hríð með versnandi akstursskilyrðum. Í fyrramálið verður bakkinn við suðvesturströndina og þá gæti snjóað á suðvesturhorninu en talsverð óvissa er í spánni.

Á morgun fjarlægist bakkinn, það dregur úr vindi og styttir smám saman upp, en á Norður- og Austurlandi má búast við lítilsháttar éljum. Talsvert frost.
Þegar nýtt ár gengur í garð verður því kalt og rólegt veður víðast hvar á landinu og á höfuðborgarsvæðinu er því hætt við talsverðri flugeldamengun.

Á nýársdag er svo útlit fyrir að vindur verði fremur hægur, yfirleitt þurrt og áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 30.12.2024 15:44. Gildir til: 31.12.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica