Hæg breytileg átt, þurrt veður og frystir allvíða.
Hvessir norðantil í nótt.
Suðvestan 5-10 m/s á morgun, en 10-15 á norðanverðu landinu. Dálítil væta af og til, en bjartviðri austanlands. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 13.03.2025 22:04. Gildir til: 15.03.2025 00:00.
Á laugardag:
Minnkandi vindur, suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s um hádegi. Skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning, en yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
Á sunnudag og mánudag:
Sunnan 10-18, hvassast í vindstrengjum vestanlands. Súld eða dálítil rigning um landið sunnan- og vestanvert. Hægari vindur og bjartviðri norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Sunnan 8-15 og vætusamt, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig. Snýst í vestan 5-10 síðdegis með slyddu eða snjókomu á vesturhelmingi landsins og kólnar. Dregur úr ofankomu um kvöldið.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og skýjað en stöku él við norðurströndina, hiti nálægt frostmarki. Bjartviðri sunnantil og hiti 0 til 4 stig. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi síðdegis með rigningu eða slyddu undir kvöld.
Á fimmtudag (vorjafndægur):
Útlit fyrir suðlæga átt og skúrir eða él, en léttir til á austanverðu landinu. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 13.03.2025 20:25. Gildir til: 20.03.2025 12:00.
Nú síðdegis hefur verið bjart veður nokkuð víða og hægur vindur. Það er að kólna hjá okkur í bili, frystir allvíða í kvöld.
Á morgun gengur í suðvestan golu eða kalda, en sums staðar strekkingur við Breiðafjörð, á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Með fylgir dálítil rigning eða súld af og til, en austanlands ætti að vera bjart að mestu áfram. Htinn fer uppávið og verður á bilinu 3 til 8 stig eftir hádegið.
Um helgina og í byrjun næstu viku er síðan útlit fyrir suðlæga átt. Fremur hægur vindur og lítil úrkoma á laugardag. Sunnan strekkingur nokkuð víða á sunnudag og mánudag með vætu sunnan- og vestanlands og hita 5 til 10 stig. Þurrt og bjart veður þessa daga á norðaustanverðu landinu.
Spá gerð: 13.03.2025 15:18. Gildir til: 14.03.2025 00:00.