Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og þykknar upp. Vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa suðvestantil seint í kvöld og nótt, 15-23 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestantil með morgninum og hiti 0 til 7 stig. Snýst í suðvestan 8-15 með skúrum undir hádegi, fyrst suðvestantil, en styttir upp fyrir austan. Hvessir með éljum seinnipartinn og kólnar, 15-23 fyrir norðan um kvöldið.
Spá gerð: 22.12.2024 15:24. Gildir til: 24.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 8-15 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma sunnan- og vestanlands og hvessir með kvöldinu. Hægara og úrkomulítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.

Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan 15-23 m/s og éljagangur, en hægara og úrkomulítið norðaustantil. Frost víða 1 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum):
Stíf suðvestlæg átt með snjókomu eða éljum víða á landinu, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Fremur hæg suðvestlæg átt og él, norðaustanstrekkingur með snjókomu norðvestantil. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga eða breytileg átt með dálitlum éljum víða um land. Kalt í veðri.
Spá gerð: 22.12.2024 08:12. Gildir til: 29.12.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Langt suðvestur af Hvarfi er vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur og því hægt vaxandi suðaustanátt á landinu. Fer að snjóa á Suður- og Vesturlandi seint í kvöld og nótt, hvassviðri eða stormur með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri undir morgun. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna þess. Ábending um að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón í hlákunni.

Skil lægðarinnar hreyfist norðaustur í fyrramálið og snýst í kjölfarið í suðvestankalda með skúrum, en hvessir seinnipartinni með éljum og léttir til fyrir austan.

Á aðfangadag gengur á með allhvassri eða hvassri suðvestanátt og éljagangi, en samfelld snjókoma eða slydda um tíma síðdegis. Lengt af þurrt norðaustanlands. Hvessir heldur vestast á landinu undir kvöld. Frost víða 0 til 5 stig.

Á jóladag og annan í jólum verður áframhaldandi útsynningur með éljum, en bjart með köflum norðaustanlands og svalt í veðri.
Spá gerð: 22.12.2024 16:32. Gildir til: 23.12.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica