Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla sunnanlands. Kólnandi veður, allvíða vægt frost í kvöld.
Vestan og suðvestan 3-10 á morgun, en hvassari á stöku stað. Él, en bjartviðri á norðaustanverðu landinu síðdegis. Frost víða 0 til 6 stig.
Spá gerð: 24.02.2025 09:04. Gildir til: 26.02.2025 00:00.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestan 5-13 og él, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðaustantil. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestantil um kvöldið.
Á föstudag:
Suðaustan 13-20 og talsverð rigning eða slydda, en úrkomuminna norðanlands. Hiti 3 til 9 stig. Suðestlægari um kvöldið með éljum og kólnar.
Á laugardag:
Allhvöss suðvestanátt með slydduéljum eða éljum, en suðlægari og rigning undir kvöldið. Þurrt að kalla norðaustantil á landinu.
Á sunnudag:
Sunnanátt og rigning í fyrstu, síðan suðvestanátt með éljum. Kólnar aftur.
Spá gerð: 24.02.2025 08:03. Gildir til: 03.03.2025 12:00.
Nú er lægð við austurströndina sem beinir til okkar norðanátt í dag, á bilinu 8-15 m/s. Víða snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla sunnanlands. Það frystir smám saman á landinu því það kólnar með norðanáttinni.
Á morgun snýst í fremur hæga suðvestanátt með éljum, en birtir upp norðaustanlands eftir hádegi.
Áfram útlit fyrir tiltölulega rólegt vetrarveður á miðvikudag og fimmtudag með éljum sunnan- og vestanlands og frosti á öllu landinu.
Ef við kíkjum á kortin lengra fram í tímann, þá virðist eiga að draga til tíðinda á föstudaginn, þá er spáð hvassri sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Svo virðist sem áfram verði órólegt veður um næstu helgi.
Spá gerð: 24.02.2025 06:43. Gildir til: 25.02.2025 00:00.