Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og dálítil él, en norðvestan 13-20 austantil framan af degi. Lægir og léttir til fyrir austan síðdegis. Snýst í vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa suðvestantil seint í kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Suðaustan 15-23 og snjókoma eða slydda á morgun, en snýst í suðvestan hvassviðri eða storm með skúrum, fyrst suðvestantil. Styttir upp fyrir austan. Hiti 2 til 7 stig. Kólnar með éljum annað kvöld.
Spá gerð: 22.12.2024 04:28. Gildir til: 23.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag (Þorláksmessa):
Suðaustan 15-23 m/s og rigning eða slydda, hiti 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 13-20 með skúrum og síðar éljum og kólnar, fyrst suðvestantil. Styttir upp fyrir austan.

Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Suðvestan 8-15 m/s og él, en snjókoma eða slydda um tíma síðdegis sunnan- og vestanlands og hvessir með kvöldinu. Hægara og úrkomulítið norðaustantil. Vægt frost víða um land, en frostlaust með suðurströndinni.

Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan hvassviðri eða stormur og éljagangur, en þurrt að mestu norðaustantil. Frost víða 0 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum) og föstudag:
Suðvestlæg átt með snjókomu eða éljum víða á landinu, en bjart með köflum norðaustanlands. Frost 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki við suður- og austurströndina.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt. Dálítil él sunnan- og vestantil en bjart á Norðausturlandi. Frost 4 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Spá gerð: 21.12.2024 20:52. Gildir til: 28.12.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Gengur í norðan- og norðvesta 8-15 m/s í kvöld, en 15-18 á Snæfellsnesi og Suðausturlandi. Él í flestum landshlutum, en bjart mðe köflum sunnan heiða. Dálítill hæðarhryggur hreyfist ustur yfir landið á morgun og því fremur hæg suðvestlæg átt og afram dálítil él, léttir til fyrir austan. Við Nýfundnaland er þó vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur og kemur talsvert við sögu á Þorláksmessu.

Aðfaraþótt mánudags, Þorláksmessu nálgast úrkomusvæði læðgarinnar og gengur þá í hvassa suðaustanátt eða storm með snjókomu eða slyddu í fyrstu, en síðar rigningu og hlýnar í veðri. Gular veðurviðvaranir vegna hvassviðris eru í gildi fyrir vestanvert landið fram eftir morgni, en einnig er hyggilegt að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón í hlákunni. Snýst í allhvassa eða hvassa suðvestanátt með skúrum síðdegis, en éljum undir kvöld og kólnar í veðri.

Á aðfangadag ríkir suðvestanátt með éljum, þó síst á Norðausturlandi. Dálítið lægðardrag kemur líklega við sögu um tíma sunnnan- og vestanlands með snjókomu, en slyddu eða jafnvel rigningu við sjávarsíðuna.

Á jóladag og annan í jólum verður áframhaldandi útsynningur með éljagangi, en úrkomulaust að kalla norðaustantil og talsvert frost í öllum landshlutum.
Spá gerð: 21.12.2024 16:26. Gildir til: 22.12.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica