Breytileg átt 3-8 m/s og skúrir sunnan- og vestanlands. Víða bjart á Norður- og Austurlandi, en líkur á þoku við ströndina.
Suðlægari og skúrir á morgun, en að mestu þurrt austanlands.
Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Spá gerð: 27.04.2025 07:30. Gildir til: 29.04.2025 00:00.
Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 og bjart austantil, annars skýjað en úrkomulítið. Bætir í vind og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 8-15 og rigning, einkum sunnan- og vestantil. Hiti 5 til 10 stig. Norðvestlægari og dregur úr vætu um kvöldið.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og dálítil rigning, en að mestu þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Norðvestanátt og bjart sunnan heiða, en dálitlar skúrir eða él og kólnar norðanlands.
Á laugardag:
Breytileg átt og úrkomulítið.
Spá gerð: 26.04.2025 20:28. Gildir til: 03.05.2025 12:00.
Það er útlit fyrir þokkalegt veður á landinu í dag, fremur hægan vind og skúraleiðingar á Suður- og Vesturlandi. Þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands, en líkur á þokuslæðingi úti við sjóinn.
Á morgun ná líklega einhverjar skúrir norður yfir heiðar, en annars er spáð svipuðu veðri áfram.
Hiti 6 til 12 stig yfir daginn.
Úrkomulítið á þriðjudag og víða bjart eystra, en um kvöldið er búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 27.04.2025 06:32. Gildir til: 28.04.2025 00:00.