Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða él, en þurrt að kalla suðaustantil. Gengur í norðan 8-15 með élju uppúr hádegi, en rofar til sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en 8-13 m/s og él norðaustanlands fram á kvöld. Frost 5 til 20 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Norðan 5-13 m/s og stöku él, en austlægari og samfelldari ofankoma sunnan- og vestanlands. Talsvert frost um allt land.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg norðlæg og víða dálítil él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 26.12.2024 08:38. Gildir til: 02.01.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.