Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt og bjartviðri, en austan 5-13 m/s sunnanlands og skýjað með köflum. Hiti 5 til 10 stig, en allvíða næturfrost.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austlæg átt 5-10, en 10-15 við suðurströndina. Skýjað og sums staðar dálítil rigning á suðaustanverðu landinu, en bjartviðri norðan- og vestanlands. Hiti frá 4 stigum austast á landinu, upp í 12 stig á Suðvesturlandi.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Suðaustan 8-15 og rigning með köflum, en úrkomulítið á norðanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Skúrir víða um land, en lengst af þurrt austantil. Hiti 6 til 12 stig að deginum.
Spá gerð: 21.04.2025 20:22. Gildir til: 28.04.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica