Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum vestantil og sums staðar dálítil væta, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 0 til 7 stig, en allvíða næturfrost.
Á föstudag:
Suðaustan 8-13 og skýjað við suðvestur- og vesturströndina, en hægari og bjart að mestu annars staðar. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt, skýjað og lítilsháttar væta öðru hverju, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt og súld eða rigning, en þurrt austantil á landinu.
Spá gerð: 01.04.2025 20:27. Gildir til: 08.04.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.