Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 10-20 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands. Éljagangur og vægt frost, en þurrt að kalla norðaustantil.
Vaxandi sunnanátt eftir hádegi á morgun með rigningu eða slyddu. Víða sunnan og suðvestan 20-28 m/s um kvöldið, en hvassari á stöku stað og hviður yfir 40 m/s. Talsverð rigning, en úrkomuminna norðaustanlands. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 8 stig annað kvöld.
Spá gerð: 04.02.2025 22:00. Gildir til: 06.02.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Sunnan 23-30 m/s um morguninn og talsverð rigning, en líklega hægari og snjókoma á Vestfjörðum. Hiti 1 til 14 stig, hlýjast í hnjúkaþey fyrir norðan, en svalast á Vestfjörðum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu, fyrst vestantil, suðvestan 13-20 seinnipartinn og él. Kólnar í veðri.

Á föstudag:
Suðlæg átt, 5-13 og snjókoma eða él, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti í kringum frostmark, en hiti 0 til 5 stig við suðurströndina.

Á laugardag:
Suðvestan 3-10, en hvassari fyrripartinn norðvestantil. Víða dálítil snjókoma eða él af og til, en léttir til eystra síðdegis. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Sunnan 10-18 og rigning með köflum, en yfirleitt hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt og dálitla vætu sunnan- og vestanlands, en léttir til fyrir norðan. Milt veður.
Spá gerð: 04.02.2025 19:57. Gildir til: 11.02.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 05.02.2025 02:54. Gildir til: 06.02.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica