Norðaustan 8-15 m/s, en hvassari á stöku stað. Snjókoma með köflum um landið norðaustanvert, og dálítil él norðvestanlands, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina.
Samfelld snjókoma á Austurlandi fram eftir degi á morgun, annars svipað veður.
Spá gerð: 15.04.2025 18:13. Gildir til: 17.04.2025 00:00.
Á fimmtudag (skírdagur):
Norðan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti nálægt frostmarki yfir daginn, en 1 til 6 stig sunnanlands.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Hlýnar lítillega.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en bjartviðri um landið austanvert. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast suðvestantil, en næturfrost víðast hvar.
Á sunnudag (páskadagur) og mánudag (annar í páskum):
Breytileg átt og bjart með köflum, en austan strekkingur syðst rigning eða slydda með köflum þar. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 15.04.2025 08:23. Gildir til: 22.04.2025 12:00.
Lægð suður af landinu og hæð yfir NA-Grænlandi beina til okkar norðaustlægri átt, víða 8-15 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi, stöku él norðvestanlands, en sunnan heiða verður hins vegar þurrt að mestu. Hiti yfir daginn frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina.
Keimlíkt veður á morgun, en snjókomubakki gengur inn yfir Austurland og þar má búast við talsverðri ofankomu fram eftir degi.
Norðan kaldi eða strekkingur á fimmtudag og él um landið norðanvert, en yfirleitt þurrt syðra. Kólnar í veðri.
Á föstudag og laugardag gera nýjustu spár svo ráð fyrir hæglætis veðri um mest allt land.
Spá gerð: 15.04.2025 15:23. Gildir til: 17.04.2025 00:00.