Greinar

Skaftárhlaup 2015 - ljósmyndir úr Búlandi

2.10.2015

Hlaupið úr Eystri Skaftárkatli 2015 er eitt hið stærsta sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Það var yfirvofandi frá 29. september og kom fram á mæli við Sveinstind aðfaranótt 1. október. Rennslisaukningin þar er hin örasta sem mælst hefur síðan stöðinni var komið á fót árið 1971.

Neðan Skaftárdals skiptist Skaftá í þrjá farvegi og liggur einn um Eldvatn framhjá Ásum og gegnum Flögulón niður í Kúðafljót, annar út á Eldhraun í Árkvíslum og sá þriðji rennur framhjá Kirkjubæjarklaustri. Skýrslan Vatnafar í Eldhrauni. Náttúrulegar breytingar og áhrif veitumannvirkja varpar ljósi á flókið samspil vatns og lands á þessu svæði.

Meðfylgjandi myndir af Skaftá tóku hjónin í Búlandi (sjá kort af ja.is), þau Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson, fimmtudaginn 1. október 2015.





Ljósmyndir: Auður Guðbjörnsdóttir og Pétur Davíð Sigurðsson.

Leiðangur

Sjá einnig myndir og myndskeið úr leiðangri sérfræðinga að upptökunum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica