Rennslismæling vegna eldgossins í Eyjafjallajökli
Markarfljót fyllist bræðsluvatni undan Gígjökli
Markarfljót fylltist bræðsluvatni undan Gígjökli vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands vakta breytingar með vatnshæðarmælum sem stöðugt má fylgjast með í gagnagrunni. Þegar þurfa þykir er brugðist skjótt við og mælt á staðnum, meðal annars 28. apríl 2010, sjá meðfylgjandi ljósmyndir en þær tók Lára Aðalsteinsdóttir.
Rekmæling: Þessi aðferð er notuð í flóðum og/eða hlaupum. Brúsi er látinn reka niður ána. Í honum er band sem lengdin er þekkt á. Þegar brúsi snertir yfirborð vatns er klukka sett af stað. Þegar bandið er fullstrekkt er slökkt á klukku. Út frá þessu er reiknaður yfirborðshraði vatnsins.
Dýptarmæling: Á sama tíma er dýpi vatnsins mælt. Í þessu tilfelli var lóð látið síga frá brúarhandriði og niður á yfirborð. Sú tala er skráð. Síðan er lóðið látið síga niður á botn og það dýpi skráð.
Rennsli: Þegar báðar þessar mælingar eru komnar, er hægt að reikna út hvert rennslið er. Miðað er við vatnshæð í síritandi vatnshæðarmæli sem hangir á brúnni.
Sýnataka: Í þessu tilfelli var einnig tekið efnasýni. Þá er vatni safnað í brúsa, og það síðan síað til að mæla efnasamsetningu þess.
Toppur: Þar að auki er ein mynd af Markarfljóti í flóðtoppi (um það bil). Þetta var ekki mikið flóð, en þó næst- mesta vatnshæð sem mælst hefur frá upphafi Eyjafjallajökulsgossins.
Fleiri ljósmyndir bárust úr sömu ferð en þær tók Ólafur Freyr Gíslason, dagana 27.-29. apríl 2010: