Greinar

Rennslismæling vegna eldgossins í Eyjafjallajökli

Markarfljót fyllist bræðsluvatni undan Gígjökli

1.5.2010

Markarfljót fylltist bræðsluvatni undan Gígjökli vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

Vatnamælingamenn Veðurstofu Íslands vakta breytingar með vatnshæðarmælum sem stöðugt má fylgjast með í gagnagrunni. Þegar þurfa þykir er brugðist skjótt við og mælt á staðnum, meðal annars 28. apríl 2010, sjá meðfylgjandi ljósmyndir en þær tók Lára Aðalsteinsdóttir.

Rekmæling: Þessi aðferð er notuð í flóðum og/eða hlaupum. Brúsi er látinn reka niður ána. Í honum er band sem lengdin er þekkt á. Þegar brúsi snertir yfirborð vatns er klukka sett af stað. Þegar bandið er fullstrekkt er slökkt á klukku. Út frá þessu er reiknaður yfirborðshraði vatnsins.

Dýptarmæling: Á sama tíma er dýpi vatnsins mælt. Í þessu tilfelli var lóð látið síga frá brúarhandriði og niður á yfirborð. Sú tala er skráð. Síðan er lóðið látið síga niður á botn og það dýpi skráð.

Rennsli: Þegar báðar þessar mælingar eru komnar, er hægt að reikna út hvert rennslið er. Miðað er við vatnshæð í síritandi vatnshæðarmæli sem hangir á brúnni.

Sýnataka: Í þessu tilfelli var einnig tekið efnasýni. Þá er vatni safnað í brúsa, og það síðan síað til að mæla efnasamsetningu þess.

Toppur: Þar að auki er ein mynd af Markarfljóti í flóðtoppi (um það bil). Þetta var ekki mikið flóð, en þó næst- mesta vatnshæð sem mælst hefur frá upphafi Eyjafjallajökulsgossins.

tveir menn á brú

tveir menn á brú láta mælitæki síga

flotholt á yfirborði fljótsins

bíll á brú, mælingamaður lætur tæki síga í fljótið

bíll á brú

bíll á brú, mælingamaður lætur tæki síga í fljótiðmælitæki á yfirborði fljótsins

mælingamaður á varnargarði við fljót

flóðvatn uppundir brúargólfið

Fleiri ljósmyndir bárust úr sömu ferð en þær tók Ólafur Freyr Gíslason, dagana 27.-29. apríl 2010:

úr vinnuferð 27.apríl 2010

úr vinnuferð 27.apríl 2010

úr vinnuferð 27.apríl 2010

úr vinnuferð 27.apríl 2010

úr vinnuferð 28.apríl 2010

úr vinnuferð 28.apríl 2010

úr vinnuferð 28.apríl 2010

úr vinnuferð 29.apríl 2010





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica