Fréttir
ljósmynd
Öræfajökull 17. nóvember 2017. Ágúst J. Magnússon.

Ketill í Öræfajökli

17.11.2017

Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. Flugstjóri í farþegaflugi náði einnig ljósmyndum af katlinum í dag og sendi Veðurstofunni. Ketillinn er um 1km í þvermál og endurspeglar nýlega aukningu í jarðhitavirkni í öskju Öræfajökuls.

Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli, en brennisteinslykt hefur fundist í nágrenni við Kvíá síðastliðna viku. Líklega er mesta vatnið nú þegar runnið undan katlinum. Aukin skjálftavirkni hefur verið síðustu mánuði, en heldur hefur dregið úr henni síðustu daga. Þessi gögn benda til aukinnar virkni í eldstöðinni sem hefur ekki gosið síðan 1727.  Engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos.

Landhelgisgæslan mun fljúga með vísindamenn til að kanna aðstæður og taka sýni í fyrramálið. Veðurstofan hefur aukið vöktun á svæðinu og fylgist vel með í samráði við jarðvísindamenn Háskóla Íslands og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

Veðurstofa Íslands hefur í kjölfar þessarar auknu virkni hækkað litakóða Öræfajökuls í gulan. 

Oraefajokull_20171117

Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Gervitunglamyndir frá: Eldfjalla og Náttúruvárhópi Háskóla Íslands.

Oraefajokull_20171101b

Gervihnattarhynd 1. nóvember 2017. Gervitunglamyndir frá: Eldfjalla og Náttúruvárhópi Háskóla Íslands.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica