Fréttir
Jarðskjálftahrina norður af Grímsey
Jarðskjálftahrina hófst norðaustan við Grímsey seinni part gærdagsins og stendur hún enn.
Það sem af er þessum degi hafa mælst rúmlega 70 skjálftar á þessu svæði. Stærsti skjálftinn varð í morgun kl. 08:38 og var hann fjögur stig.
Engar tilkynningar hafa borist frá Grímsey um að skjálftinn hafi fundist þar. Flestir skjálftarnir eru á 10 - 13 kílómetra dýpi. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði.